Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 100
vík. 20. október var dr. Höskuldur Þráinsson skipaður pró-
fessor í íslenzkri nútímamálfræði við heimspekideild Há-
skóla íslands. 31. október var Fjalar Sigurjónsson skipaður
prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi. Um haustið var Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, ráðinn aðalfulltrúi
Norðurlanda í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
frá 1. nóv. 1980 til 1. nóv. 1982. Ólafur Davíðsson var ráðinn
til að gegna starfi Jóns hér heima á þeim tíma. í október var
Vilhelm Steindórsson ráðinn hitaveitustjóri á Akureyri. 5.
nóvember var Ásberg Sigurðsson skipaður deildarstjóri í
viðskiptaráðuneytinu. 14. nóvember var Úlfar Guðmunds-
son skipaður sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli. 14.
nóvember var Bragi Þór Jónsson ráðinn bæjarstjóri í Kópa-
vogi. 28. nóvember voru Katrín Fjeldsted og Vilhjálmur
Rafnsson skipuð heilsugæzlulæknar við Heilsugæzlustöð
Fossvogsumdæmis í Reykjavík. 3. desember var Gísli M.
Gíslason skipaður lektor í líffræði við verkfræði- og raun-
vísindadeild Háskóla íslands. 17. desember var Stefán Ó.
Jónsson ráðinn sveitarstjóri Gerðahrepps, Gullbringusýslu. 1
desember var Jón Júlíusson skipaður deildarstjóri í við-
skiptaráðuneytinu. í desember var Þorkell Gíslason skipaður
borgarfógeti í Reykjavík.
[14. desember 1979 voru sendiráðunautarnir Helgi
Ágústsson, Ólafur Egilsson og Sverrir H. Gunnlaugsson
skipaðir sendifulltrúar í utanríkisþjónustu Islands.]
Forsetakjör
Á nýársdag lýsti forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, því
yfir, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hafði
gegnt embætti síðan 1968.
Forsetakjör fór fram 29. júní. Fjórir voru í framboði, Al-
bert Guðmundsson alþingismaður, Guðlaugur Þorvaldsson
ríkissáttasemjari, Pétur Thorsteinsson sendiherra og Vigdís
Finnbogadóttir leikhússtjóri. Frambjóðendurnir ferðuðust
víða um landið, héldu fundi og heimsóttu vinnustaði. Vigdís
Finnbogadóttir var kjörin forseti íslands með 43.611 at-
kvæðum. Guðlaugur Þorvaldsson hlaut 41.700 atkvæði, Al-
(98)