Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 105
lendingar heimsáttu landið um sumarið. Samnorræni lista-
mannahópurinn Experimental Environment hélt ráðstefnu
og sýningar á Korpúlfsstöðum í ágústbyrjun. Norrænt al-
mannatryggingamót var haldið í Reykjavík í ágúst, og sóttu
það um 200 fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum. Norræn
ráðstefna um æskulýðsmál var haldin í Reykjavík í ágúst.
Alþjóðleg ráðstefna dulsálfræðinga fór fram í Reykjavík í
ágúst. Karl Bretaprins dvaldist við laxveiðar í Vopnafirði í
ágúst. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlanda
héldu fund í Reykjavík í ágúst. Oskar Fischer, utanríkisráð-
herra Austur-Þýzkalands, kom í opinbera heimsókn til ís-
lands 25.-26. ágúst. Kjeld Olesen, utanríkisráðherra Dan-
merkur, kom í opinbera heimsókn til Islands 28.-29. ágúst.
Formenn og framkvæmdastjórar Rauðakrossfélaganna á
Norðurlöndum héldu fundi í Reykjavík og á Húsavík í ágúst.
Þar kom einnig H. Beer, framkvæmdastjóri Alþjóðarauða-
krossins. Norræn ráðstefna um iðnaðarmál var haldin í
Reykjavík í ágústlok. I ágústlok fór fram á vegum Tónlistar-
skólans í Reykjavík svonefnt Zukovskynámskeið, og sóttu
það rúmlega 100 hljóðfæraleikarar frá 10 löndum. Þing
norrænna magalækna var haldið 1 í Reykjavík um mánaða-
mótin ágúst-september. Hópur grænlenzkra skólamanna
ferðaðist um ísland um mánaðamótin ágúst-september. 25
helztu forráðamenn grísk-ortódoxu kirkjunnar héldu þing í
Skálholti og í Reykjavík í september. Fulltrúafundur
hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum var haldinn í Reykjavík
í september. Þing stangaveiðimanna á Norðurlöndum var
haldið í Reykjavík í september. Norræn ráðstefna um að-
gerðarrannsóknir (rannsóknir, sem snúast aðallega um lausn
flókinna ákvörðunarvandamála í skipulagningu og rekstri)
var haldin í Reykjavík 1 september. Norræn ráðstefna um
vistfræðirannsóknir var haldin í Reykjavík í september.
Ungmennasamband Norðurlanda þingaði í Bifröst í
september. Um mánaðamótin september-október kom við
hér á landi Þjóðverjinn J. Wagner, sem fór yfir Atlantshaf
standandi á þaki flugvélar. Hin fræga ítalska söngkona
Eugenia Rattí heimsótti ísland 1 október. Mormónaþing var
(103)