Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 110
þetta við franskt fyrirtæki. Var áætlað, að framleiðsla í henni
hæfist 1883. — Unnið var að lokaframkvæmdum við járn-
blendiverksmiðjuna á Grundartanga. Var annar bræðsluofn
verksmiðjunnar tekinn í notkun í september. Nokkuð dró úr
framleiðslu járnblendiverksmiðjunnar síðustu mánuði ársins
vegna lágs verðs á heimsmarkaði. — I sementsverksmiðjunni
á Akranesi var unnið að því að koma upp útbúnaði til að
blanda kísilryki í sement. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum
átti í nokkrum erfiðleikum vegna sölutregðu á þangmjöli og
samningsrofs skozka félagsins, sem keypt hafði þangmjölið.
Framleiðsla verksmiðjunnar var 2.250 lestir af þangmjöli
(árið áður 3.700). Sneri verksmiðjan sér að nokkru leyti að
fiskþurrkun. I slippstöðinni á Akureyri var lokið smíði
nótaskips, stærsta skips, sem smíðað hefur verið þar í stöð-
inni. Fyrirtækið Plasteinangrun h.f. hóf framleiðslu á fiski-
kössum úr plasti. Hreinsitæki voru tekin í notkun í Kísiliðj-
unni við Mývatn. Unnið var að athugunum á möguleikum
þess að reisa pappírsverksmiðju á Húsavík. Fyrirtækið
Hafnartindur h.f. í Vík í Mýrdal hóf framleiðslu rafmagns-
þilofna. Fyrirtækið Fossplast h.f. á Selfossi hóf framleiðslu á
fiskeldiskerum. Plastiðjan h.f. á Eyrarbakka hóf framleiðslu á
bökkum og kössum fyrir matvælaiðnað. Fyrirtækið Bjalla-
plast h.f., sem áður var starfrækt á Hvolsvelli, var flutt að Læk
í Ölfusi. Það framleiðir vatnsrör, rafmagnsrör, öryggislok á
meðalaglös o. fl. Athuganir fóru fram á vegum Jarðefna-
iðnaðar h.f. á möguleikum þess að reisa steinullarverksmiðju
í Þorlákshöfn. Stóðu um þetta mál nokkrar deilur, því að
aðrir vildu reisa slíka verksmiðju á Sauðárkróki. Enn var
unnið að undirbúningsrannsóknum í sambandi við stofnun
sykurverksmiðju í Hveragerði. Stofnaður var Iðnþróunar-
sjóður Suðurlands, og voru 25 sveitarfélög stofnendur.
Starfrækt var í tilraunaskyni saltverksmiðja á Reykjanesi
syðra. Matarsalt frá tilraunaverksmiðjunni kom á markað-
inn í janúar. Þar var og hafin framleiðsla á grófu salti til
fisksöltunar. Stofnað var í Hafnarfirði fyrirtækið Sjóburstinn
s.f. til að annast botnhreinsanir á skipum.
Unnið var skipulega að framleiðsluaukningu í klæðaiðn-
(108)