Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 111
aði og fengnir útlendir sérfræðingar til ráðgjafar, haldin
námskeið fyrir starfsfólk o. fl. Sýningin „Listiðn íslenzkra
kvenna“ var haldin í Reykjavík í febrúar. Um 20 íslenzk
iðnfyrirtæki stóðu fyrir kynningu á íslenzkum iðnvaraingi í
Færeyjum í nóvember. Agnar G. Breiðfjörð blikksmíða-
meistari í Reykjavík hlaut heiðursverðlaun úr Verðlauna-
sjóði iðnaðarins.
Útflutningur á iðnvarningi í millj. kr. (í svigum tölur frá
1979):
Á1 54.168,9 (37.454,5)
Prjónavörur úr ull 10.847,2 (5.752,9)
Kísiljárn og kísilgúr 10.351,3 (1.809,9)
Ullarlopi og ullarband .... 3.277,0 (1.487,3)
Vörur úr loðskinnum 1.382,3 (304,0)
Ullarteppi 1.144,9 (554,1)
Ytrifatnaður 340,0 (288,0)
Ymsar iðnaðarvörur 6.377,8 (6.177,4)
Frímerki voru flutt út fyrir 334,4 millj. kr. (251,9 millj. kr.),
gömul skip fyrir 2.921,0 millj. kr. (1.366,6 millj. kr.) og
gamlir málmar fyrir 262,2 millj. kr. (200,2 millj. kr.).
íþróttir
Badminton. Meistaramót íslands fór fram í Reykjavík í
marzlok. Broddi Kristjánsson varð íslandsmeistari í einliða-
leik karla, en Kristín Magnúsdóttir í einliðaleik kvenna. 1
tvíliðaleik karla sigruðu Broddi Kristjánsson og Jóhann
Kjartansson, en Kristín B. Kristjánsdóttir og Kristín
Magnúsdóttir í tvíliðaleik kvenna. í tvenndarleik sigruðu
Lovísa Sigurðardóttir og Haraldur Kornelíusson. Unglinga-
meistaramót íslands fór fram á Selfossi í febrúar. íslendingar
tóku þátt í Norðurlandamóti unglinga í Álaborg í marz. Þeir
tóku einnig þátt í Evrópumóti í Groningen í Hollandi í apríl.
Þeir urðu þar í öðru sæti í sínum riðli, sigruðu Svisslendinga,
Itali og Portúgala, en töpuðu fyrir Pólverjum. Islendingar
háðu landskeppni við Austurríkismenn og Ungverja í
(109)