Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 116
apríl tók unglingalandsliðið þátt í Norðurlandamóti í Hel-
sinki. Það vann Færeyinga, en tapaði fyrir hinum. Þrír
landsleikir í kvennaflokki milli fslendinga og Færeyinga
voru haldnir hér á landi í apríl, og unnu fslendingar þá alla. í
júlí háðu fslendingar nokkra landsleiki erlendis. Þeir töpuðu
fyrir Dönum, háðu tvo leiki við Austur-Þjóðverja og töpuðu
báðum og tvo við Pólverja og töpuðu báðum. fslendingar og
Norðmenn háðu tvo landsleiki í Reykjavík í september. fs-
lendingar unnu fyrri leikinn, en hinn síðari varð jafntefli.
Kvennalandslið Islendinga og Færeyinga háðu þrjá lands-
leiki í Færeyjum í október, og unnu íslendingar þá alla.
íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti á Heiðmörk í Nor-
egi í október. Þeir unnu Finna, Færeyinga og Norðmenn, en
töpuðu fyrir Svíum og Dönum. Tveir landsleikir íslendinga
og Vestur-Þjóðverja fóru fram í Reykjavík í nóvember, og
unnu Þjóðverjar báða leikina. Tveir landsleikir fslendinga og
Belga voru háðir í Reykjavík í desember, og unnu fslend-
ingar þá báða.
Hjólaskautar. Hjólaskautar urðu mjög vinsælir meðal
unglinga og settu sums staðar svip á götulífið. Hjólaskauta-
höll var rekin í Kópavogi.
Hjólreiðar. Hjólreiðakeppni fór fram í Reykjavík í ágúst,
hin fyrsta í hálfa öld. Sex íslenzkir piltar tóku þátt í alþjóð-
legri keppni í London i maí, og varð íslenzka sveitin í 14. sæti
af 20.
íshokký. Bæjakeppni milli Reykvíkinga og Akureyringa
var háð í Reykjavík í janúar, og unnu Akureyringar. Á
vetrarhátíðinni á Akureyri var keppni í íshokký, og sigraði
Skautafélag Akureyrar.
íslenzkir íþróltamenn erlendis. Rúmlega tuttugu íslenzkir
íþróttamenn störfuðu erlendis og voru samningsbundnir við
erlend íþróttafélög. Voru það aðallega knattspyrnumenn og
handknattleiksmenn. Gátu margir þeirra sér mjög góðan
orðstír. Einkum störfuðu þeir í Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi,
Hollandi og Belgíu.
Íþróttahátíð. Íþróttahátíð var haldin í Reykjavík í júnílok.
(114)