Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 117
1
Og var þar keppt í margvíslegum íþróttum. Þar kepptu
nokkrir erlendir íþróttamenn.
íþróttamaður ársins. Skúli Óskarsson lyftingamaður var
kjörinn íþróttamaður ársins.
Iþróttaþing. fþróttaþing var haldið í Reykjavík í júnílok.
Þar var Sveinn Björnsson kjörinn forseti íþróttasambands
Islands, en Gísli Halldórsson lét af störfum.
íþróttir fatlaðra. Fjögur íþróttamót fatlaðra fóru fram í
Reykjavík í apríl. Var þar m. a. keppt í bogfimi. 12 þátttak-
endur frá íslandi kepptu á Olympíuleikum fatlaðra í Arn-
hem í Hollandi um mánaðamótin júní-júlí. Þar setti Sigur-
rós Karlsdóttir frá Akureyri nýtt heimsmet í 50 metra
bringusundi. Jónas Óskarsson hlaut bronsverðlaun í lyfting-
um. Yfirleitt stóðu íslendingarnir sig ágætlega í keppninni.
Iþróttir þroskaheftra. íþróttamót þroskaheftra var haldið í
Reykjavík í júnílok.
Júdó. Júdómeistaramót íslands var haldið í Reykjavík í
ntarz, Bjarni Friðriksson varð íslandsmeistari í karlaflokki,
en Margrét Þráinsdóttir í kvennaflokki. fslendingar tóku þátt
i Norðurlandameistaramóti í Helsinki í marzlok og urðu í
öðru sæti. Þeir tóku þátt í Evrópumeistaramóti í Vínarborg í
maí, en fengu ekki verðlaun. Norðurlandamót var haldið í
Turku í Finnlandi í nóvember. Þar sigraði Margrét Þráins-
dóttir, 16 ára, í sínum flokki. Opið skandinavískt meistara-
mót var haldið í Kaupmannahöfn í nóvember. Þar fékk
Bjarni Friðriksson gullverðlaun í sínum flokki.
Knattspyrna. Valur varð fslandsmeistari I knattspyrnu
karla utanhúss, en Breiðablik i Kópavogi í kvennaflokki. f
knattspyrnu innanhúss varð Valur einnig íslandsmeistari í
karlaflokki, en Breiðablik í kvennaflokki. Landsleikur fs-
lendinga og Norðmanna (keppendur undir 21 árs) fór fram í
Reykjavík í maí, og unnu íslendingar 2:1. Landsleikur fs-
lendinga og Finna fór fram I Reykjavík í júní, og varð jafn-
lefli 1:1. Landsleikur fslendinga og Walesbúa fór fram í
Reykjavík í júní, og unnu Walesbúar 4:0*. Landsleikur ís-
lendinga og Færeyinga fór fram á Akureyri í júnílok, og
(115)