Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Side 118
unnu íslendingar 2:1. Landsleikur íslendinga og Grænlend-
inga var háður á Húsavík í júlíbyrjun, og sigruðu íslendingar
4:1. Landsleikur Islendinga og Norðmanna fór fram í Ósló í
júlí, og unnu Norðmenn 3:1. Landsleikur Islendinga og Svía
fór fram nokkrum dögum seinna í Halmstad, og varð jafn-
tefli 1:1. Landsleikur Islendinga og Tyrkja fór fram í Izmir í
Tyrklandi i september, og unnu Islendingar 3:1. Landsleikur
íslendinga og Sovétmanna fór fram í Reykjavík í september,
og unnu Sovétmenn 2:1. Þeir háðu aftur landsleik í Moskvu í
október, og þá unnu Sovétmenn 5:0. Unglingalandslið ís-
lendinga og Skota háðu tvo landsleiki í október, hinn fyrri
hér á landi, hinn síðari í Skotlandi. Skotar unnu fyrri leikinn
1:0, hinn síðari 3:1. Víkingur komst í 8 liða úrslit í Evrópu-
keppni meistaraliða eftir sigur á ungverska liðinu Tatabanya
í desember. — Ellert B. Schram var endurkjörinn formaður
Knattspyrnusambands íslands.
Körfuknattleikur. Valur varð Islandsmeistari í körfu-
knattleik í karlaflokki, en KR í kvennaflokki. Landsleikur
íslendinga og Lúxemborgara var háður í Lúxemburg í janú-
ar, og unnu íslendingar. Islendingar háðu landsleik við
Norður-íra í Belfast í janúar og unnu þá. Síðan háðu þeir tvo
landsleiki við íra, annan í Dyflinni, hinn í Cork, og unnu þá
báða. Úrvalslið Armeníu í Sovétríkjunum lék nokkra leiki hér
á landi í marz. Það lék m. a. tvo leiki við íslenzka landsliðið,
og sigruðu Armenarnir í fyrri leiknum, en íslendingar í hin-
um síðari. íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti í Noregi í
apríl. Þeir unnu Norðmenn og Dani, en töpuðu fyrir Svíum
og Finnum. Unglingalandslið Islands og Wales léku fjóra
leiki hér á landi í apríl, og unnu Islendingar þá alla. Islend-
ingar og Kínverjar háðu þrjá landsleiki hér á landi í október.
Kínverjar unnu tvo leikina, en Islendingar einn. Tveir
landsleikir íslendinga og Frakka voru háðir hér á landi í
desemberlok. Unnu íslendingar báða leikina.
Lyflingar. Unglingameistaramót Islands var haldið í
Reykjavík í marz. Meistaramót Islands fór fram í Reykjavík i
apríl. Þar voru sett sjö ný íslandsmet. Meistaramót í kraft-
lyftingum var haldið í Reykjavík um mánaðamótin maí-
(116)