Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 119
júní. Þar setti Arthur Bogason nýtt Evrópumet í réttstöðu-
lyftu. íslendingar tóku þátt í Evrópumeistaramóti í Belgrad í
maí og urðu í 20. sæti af 27. Þeir tóku einnig þátt í Evrópu-
móti í kraftlyftingum í Sviss í maí. Þar fengu þeir Skúli
Óskarsson og Jón P. Sigmarsson silfurverðlaun. Norður-
landamót í kraftlyftingum fór fram í Drammen í Noregi í
september. íslendingar urðu þar í þriðja sæti. Þeir fengu
tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Norðurlanda-
mót unglinga í kraftlyftingum fór fram í Reykjavík um
mánaðamótin október-nóvember. Svíar unnu mótið, en
íslendingar urðu í öðru sæti. Þeir fengu þrenn gullverðlaun
og þrenn silfurverðlaun. — Seint á árinu setti Skúli Óskars-
son nýtt heimsmet í réttstöðulyftu, lyfti 315,5 kg. Guð-
mundur Þórarinsson var kjörinn formaður Lyftingasam-
bands íslands, en Ólafur Sigurgeirsson lét af störfum.
Olympíuleikarnir. Sex íslendingar tóku þátt í vetrarólym-
píuleikunum í Lake Placid í Bandaríkjunum í janúar. Enginn
þeirra fékk verðlaun. Olympíuleikar fatlaðra fóru fram í
Arnhem í Hollandi um mánaðamótin júní-júlí. (Sjá íþróttir
fatlaðra hér á undan.) Tíu íslendingar tóku þátt í Olympíu-
leikunum í Moskvu í júlí. Hreinn Halldórsson og Óskar
Jakobsson komust í úrslit í kúluvarpi, en hlutu ekki verðlaun.
Siglingar. Islandsmót fór fram á Skerjafirði í ágúst, og varð
Gunnlaugur Jónasson íslandsmeistari. Bjarni Hannesson var
kjörinn formaður Siglingasambands íslands, en Brynjar
Valdimarsson lét af störfum. Siglingasamband fslands gekk í
Norræna siglingasambandið. Áhugi á siglingum jókst mjög
hjá almenningi.
Sjórall. Sex bátar fóru í sjórall kringum landið í júlí. Sigr-
aði báturinn Inga í flokki stærri báta, en Spörvi í flokki minni
báta.
Skák. Skákþing fslendinga fór fram um mánaðamótin
marz-apríl. Jóhann Hjartarson varð íslandsmeistari í karla-
flokki, en Birna Nordahl í kvennaflokki. Hraðskákmót fs-
lands var haldið í apríl, og varð Jóhann Hjartarson sigur-
vegari. Unglingaskákmót fslands fór fram í nóvember.
Sigurvegari varð Sveinn Gylfason í Keflavík. í skákkeppni
(117)