Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Qupperneq 120
grunnskóla varð Karl Þorsteins, Langholtsskóla í Reykjavík,
sigurvegari í eldra flokki, en Kristján Pétursson, Ásgarðs-
skóla í Kjós, í yngra flokki.
Alþjóðlegt Reykjavíkurskákmót var haldið 23. febrúar til
10. marz, og tóku þátt í því sjö stórmeistarar og sjö alþjóð-
legir meistarar. Þeir voru: Browne og Byrne frá Banda-
ríkjunum, Sosomko frá Hollandi, Vasjukov og Kupreichik
frá Sovétríkjunum, Torre frá Filippseyjum, Miles frá Bret-
landi, Schussler frá Svíþjóð, Helmers frá Noregi og íslend-
ingarnir Guðmundur Sigurjónsson, Haukur Angantýsson,
Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson.
Helmers hætti í mótinu vegna veikinda. Á mótinu varð
Kupreichik efstur með 8V2 vinning, en af íslendingunum var
Margeir Pétursson efstur með 6 vinninga, og varð hann í
6.-7. sæti. Margeir Pétursson og Jón L. Árnason kepptu á
alþjóðlegu móti í Prag í janúar. Margeir varð í 3.-4. sæti, en
Jón í IL—12. sæti (14 þátttakendur). Guðmundur Sigur-
jónsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Wijk aan Zee í Hollandi í
janúar. Jón L. Árnason og Margeir Pétursson tóku þátt í
skákmóti í Lone Pine í Kaliforníu í marz (43 þátttakendur).
Margeir varð í 12. —15. sæti, en Jón í 16.—22. sæti. Jón L.
Árnason tók þátt í tveimur alþjóðlegum skákmótum í New
York í maí. Hann varð nr. 2 á fyrra mótinu (11 þátttakendur),
en efstur á seinna mótinu (14 þátttakendur). Á fjölmennu
skákmóti í Bandaríkjunum í júlí varð Margeir Pétursson í
2.-3. sæti. Útiskákmót fór fram á Lækjartorgi í Reykjavík
18. júlí, og sigraði Helgi Ólafsson. Elvar Guðmundsson tók
þátt í heimsmeistaramóti sveina í Le Havre í Frakklandi í
ágúst og varð í 9. —10. sæti. Sveit 20 bandarískra unglinga
keppti við jafnaldra sína hér á landi í ágúst. Jón L. Árnason
tók þátt í alþjóðamóti unglinga undir 20 ára í Dortmund í
V.-Þýzkalandi í ágúst. Hann varð í 6,—13. sæti (57 þátttak-
endur). Norðurlandamót grunnskóla var haidið í Reykjavík í
ágúst. Dönsk sveit varð í fyrsta sæti, en sveit Álftamýrarskóla
í öðru sæti og sveit Æfingaskóla Kennaraháskólans í fjórða
sæti. Margeir Pétursson tók þátt í alþjóðlegu skákmóti í
Monte Carlo í september og varð í 2.-3. sæti (160 þátttak-
(118)