Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 121
endur). Nokkur helgarskákmót voru um haustið haldin hér
og þar um landið, og kepptu á þeim margir beztu skákmenn
íslendinga. Friðrik Ólafsson tók þátt í alþjóðlegu skákmóti í
Buenos Ayres um mánaðamótin október-nóvember. Hann
varð í 8.—10. sæti (14 þátttakendur). Hann sigraði m. a.
heimsmeistarann Karpov. íslendingar tóku þátt i Olympíu-
móti á Möltu í nóvember. Þeir urðu í 23. sæti í karlaflokki (81
þátttakandi) og í 20. sæti í kvennaflokki (42 þátttakendur). í
nóvember fór fram hér á landi á vegum Flugleiða skákmót
stofnana og fyrirtækja, og sigraði þar sveit Útvegsbankans.
Sveit Menntaskólans við Hamrahlíð tók þátt í Norður-
landamóti framhaldsskóla, sem haldið var í Finnlandi í
nóvemberlok, og varð í 2.-4. sæti. Jón L. Árnason tók þátt í
Evrópumeistaramóti í Groningen í Hollandi í desemberlok.
Hann varð í 2.-5. sæti (32 þátttakendur). Sjö íslendingar
tóku þátt í alþjóðlegu unglingaskákmóti í Skien í Noregi í
desemberlok. Þar varð Elvar Guðmundsson í 4. sæti (50
þátttakendur). Sveinn Gylfason tók í desember þátt í ungl-
ingamóti í Hallsberg í Svíþjóð. Árni Þ. Árnason, Jóhann
Hjartarson og Margeir Pétursson tóku þátt í alþjóðlegu móti
í Stokkhólmi í desember. Margeir varð þar í 8. — 12. sæti (150
þátttakendur). Fundur framkvæmda- og sambandsráðs
Fide, Alþjóðaskáksambandsins, var haldinn í Reykjavik í
apríl. 31. maí var dr. Ingimar Jónsson kjörinn forseti Skák-
sambands íslands, en Einar Einarsson lét af störfum. Náms-
gagnastofnunin og Skáksamband Islands gáfu út í samein-
ingu Skákkennslubók „Æskan að tafli“.
Skautaíþrótt. Á vetrarhátíðinni á Akureyri fór fram
keppni í skautahlaupi karla, og varð Örn Indriðason sigur-
vegari, bæði í 500 og 1500 metra hlaupi.
Skíðaíþrótt. Á alþjóðlegu skíðamóti í Sviss í janúar varð
Steinunn Sæmundsdóttir sigurvegari í svigi. Skíðalandsmót
íslands var haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri í aprílbyrjun.
Þar fengu Ólafsfirðingar níu gullverðlaun. Um leið var
haldið þing Skíðasambands Islands, og var Sæmundur
Óskarsson endurkjörinn formaður. Andrésar Andarskíða-
mót (fyrir börn 7—12 ára) fór fram í Hlíðarfjalli í apríl.
(119)