Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 133
methylsulfonymethyl 2 — acetoxybenzoates as prodrug
forms of aspirin and study of the chemistry of these com-
pounds and related compounds both in vitro and in vivo.“
12. marz varði Hannes Jónsson sendiherra doktorsritgerð við
háskólann í Vínarborg. Fjallaði hún um áhrif íslenzkrar
fiskveiði og utanríkisstefnu á hafréttarmál. í apríl varði Árni
Hólm doktorsritgerð við Andrewsháskóla í Michigan í
Bandaríkjunum. Fjallaði hún um „Áhrif rafsegulsviðs á
sjónframkallaða svörun í sjónstöðinni". 16. júlí varði Guð-
rún Kvaran doktorsritgerð við háskólann í Göttingen í
Vestur-Þýzkalandi. Fjallaði hún um fljóta- og vatnaheiti á
Jótlandi, í Slésvík og í Holsetalandi, aldur þeirra og uppruna.
5. september var dr. Jakob Benediktsson gerður heiðurs-
doktor við háskólann í Björgvin. 6. september var dr. Ár-
mann Snævarr gerður heiðursdoktor við háskólann í Hel-
sinki. í september varði Guðjón Magnússon læknir doktors-
ritgerð við Karolinska institutet í Stokkhólmi. Fjallaði hún
um bráðalæknisþjónustu í stórborgum. 1 október varði
Bjami Reynarsson doktorsritgerð við Illinoisháskóla í
Bandaríkjunum. Fjallaði hún um búferlaflutninga á
Reykjavíkursvæðinu á árunum 1974 til 1976. 29. nóvember
var Hermann Pálsson gerður doktor við Edinborgarháskóla
fyrir rannsóknir á íslenzkri sögu og íslenzkum fornbók-
menntum. I nóvember hlaut Sveinn Jakobsson doktors-
nafnbót við Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritgerðir, sem
fjalla um svæðaskiptingu íslenzks gosbergs á nútíma, sér-
staklega innan gosbeltisins milli Vestmannaeyja og Vatna-
jökuls.
Stúdentspróf
1074 stúdentar voru brautskráðir á árinu (árið áður 1093).
Af þeim voru 144 frá Menntaskólanum í Reykjavík (130),
138 frá Menntaskólanum við Hamrahlíð (219), 181 frá
Menntaskólanum við Sund (183), 76 frá Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti (61), 93 frá Verzlunarskóla íslands (105), 43
frá Ármúlaskóla (27), 69 frá Menntaskólanum í Kópavogi
(60), 80 frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði (87), 13 frá Sam-
(131)