Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 134
vinnuskólanum (15), 41 frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja (18),
36 frá Menntaskólanum á Laugarvatni (44), 130 frá
Menntaskólanum á Akureyri (116), 25 frá Menntaskólanum
á Isafirði (27), 5 frá Fjölbrautaskölanum á Akranesi (1).
Raforkumál
Um 600 manns unnu að Hrauneyjafossvirkjun um
sumarið, og miðaði framkvæmdum vel áfram. Var þar m. a.
unnið að stöðvarhúsi og aðveituskurði. Aukin var raforku-
framleiðsla í sambandi við Hitaveitu Suðurnesja á Svarts-
engi. A Snæfellsnesi var lögð ný lína frá aðveitustöðinni á
Vegamótum til nýrrar aðveitustöðvar í Ólafsvík. Vestfjarða-
línan var tekin í notkun í október. Er hún 161'/2 km og liggur
frá Hrútafirði til Mjólkárvirkjunar. Hún liggur yfir Gilsfjörð
og Þorskafjörð. Með línunni tengist Mjólkárvirkjun lands-
kerfinu. Vindmylla til orkuframleiðslu var reist í Kársdals-
tungu í Vatnsdal, og unnið var að vindmyllu í tilraunaskyni í
Grímsey. Lögð var raflína yfir Eyjafjörð milli Hauganess og
Grenivíkur. Lokið var lagningu línu milli Dalvíkur og
Ólafsfjarðar, og var þá svæði Skeiðsfossvirkjunar tengt
Landsvirkjun. Farið var að bora aftur við Kröflu eftir tveggja
ára hlé. Voru boraðar tvær nýjar holur. Umbrotin við Kröfíu
í marz ollu nokkrum truflunum á orkuframleiðslu. Vélar
Kröfluvirkjunar voru stöðvaðar 15. apríl—9. júlí. Reist var
aðveitustöð á Vopnafirði og lögð lína frá Lagarfossi til
Vopnafjarðar. Var línan formlega tekin í notkun 1. nóvem-
ber. Umbætur voru gerðar á aðveitustöðinni á Egilsstöðum.
Aðveitustöð var reist í Neskaupstað. Lögð var lína frá
Hryggstekk í Skriðdal til Djúpavogs. — Síðast á árinu var
erfitt ástand á svæði Landsvirkjunar vegna lítillar úrkomu.
Varð þá viða að grípa til dieselvéla, og dregið var úr orku til
stóriðjufyrirtækja. — Athuganir fóru fram á valkostum á
virkjunum, þegar Hrauneyjafossvirkjun er lokið. Er þar
aðallega um að ræða Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og
Sultartangavirkjun. Gert var í desember samkomulag um
sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar. Ríkið á að