Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 136
var að gróðurkortagerð, m. a. á Reykjanesi, í Hnappadals-
sýslu og Strandasýslu. Afram var unnið að gróðurkortagerð
og rannsóknum á sauðfjárrækt í Grænlandi. Ýmsar land-
græðslutilraunir voru gerðar víða um land. Unnið var að
rannsóknum á ýmsum tegundum og stofnum nytjajurta, t. d.
hófust umfangsmiklar rannsóknir á kartöflurækt. Unnið var
að garðyrkju- og ylræktarrannsóknum og vistfræðirann-
sóknum. Á vegum norræna genbankans var hafin söfnun
grassýna úr gömlum íslenzkum túnum. Unnið var að um-
bótum í húsi stofnunarinnar í Keldnaholti. — Hafrannsókna-
stofnunin hélt áfram rannsóknum á efnum sjávar, svifi og
mengun sjávar. Leitað var að nýjum miðum, t. d. hörpu-
disksmiðum á Breiðafirði. Unnið var að rannsóknum á sel-
um og hvölum, t. d. á hrefnustofninum við fsland. Ákveðið
var að koma á fót alþjóðlegri vísindamiðstöð til hvalarann-
sókna í Hvalfirði. — Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vann
að margvíslegum vinnslutilraunum, tilraunum til nýtingar
úrgangs og rannsóknum á gerlaskemmdum og hitaskemmd-
um á fiskafurðum. Hún vann að undirbúningi að því að
koma á fót tilraunaverksmiðju til framleiðslu á humarkrafti.
— Veiðimálastofnunin vann áfram að merkingum á laxa- og
silungaseiðum og rannsóknum á möguleikum til fiskeldis. —
Náttúrufræðistofnun fslands vann að margvíslegum rann-
sóknum á sviði dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. Hún vann
t. d. að rannsóknum á íslenzka hreindýrastofninum með til-
liti til væntanlegra virkjunarframkvæmda á Austurlandi.
Stofnunin vann að merkingum fugla víða um land. — Líf-
fræðistofnun Háskólans vann m. a. að rannsóknum á lífríki í
fjörum, salmonellasýklum og vistfræðirannsóknum. Hún
vann einnig að þjónusturannsóknum fyrir ákveðnar stofn-
anir. — fðntæknistofnun fslands vann að ýmiss konar
tæknirannsóknum, rannsóknum á perlusteini og rannsókn-
um í sambandi við stofnun steinullarverksmiðju á fslandi. —
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hóf i samvinnu við
Orkustofnun orkunýtingarkönnun í öllum landshlutum.
Einkum var könnuð upphitun húsa á svæðum, þar sem
jarðhiti er ekki nýttur. Aðalrannsóknirnar fóru fram á
(134)