Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 138
9.112 Vestur-Þjóðverjar (9.761), 6.876 Bretar (6.761), 6.496
Danir (7.318), 6.218 Svíar (6.660), 5.086 Norðmenn (5.737),
3.581 Frakki (3.829), 2.554 Svisslendingar (3.436), 1.873
Finnar (1.275), 1.850 Hollendingar (1.696), 1.300 Austur-
ríkismenn (1.248) og 935 ítalir (811).
69.270 íslendingar ferðuðust til útlanda (73.489).
Flugleiðir áttu við mikla rekstrarörðugleika að etja. Ríkið
ákvað seint á árinu að veita Flugleiðum verulega fjárhags-
aðstoð, en ríkið skyldi eignast 20% hlutafjár í félaginu og
starfsfólki félagsins gefinn kostur á hlutafjárkaupum. Skrif-
stofum Flugleiða erlendis var fækkað, og yfirleitt hélt félagið
áfram að fækka starfsliði sínu. Ferðum félagsins til Ameríku
var fækkað. Flugleiðir önnuðust pílagrímaflug frá Nígeríu
og Benin til Saudi-Arabíu síðustu mánuði ársins. Flugleiðir
leigðu tvær þotur til Libyu í desember, og fóru íslenzkar
áhafnir með þeim. Arnarflug fékkst nokkuð við leiguflug í
Arabalöndunum. Seint á árinu hóf flugfélagið Iscargo flug-
ferðir með ferskan fisk frá Islandi til Bremen og Luxemburg.
Það hóf einnig almenna vöruflutninga frá íslandi til London
og Rotterdam. — Arnarflug hóf áætlunarflug til ýmissa staða
innanlands, einkum á Vestfjörðum. Flugfélag Norðurlands
fékk flugleyfi milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur. Unnið var
að umbótum á flugvöllum víða um land, en enn þótti ástand
íslenzkra flugvalla víða ekki nógu gott. Þyrluflugvöllur var
tekinn í notkun við Borgarspítalann í Reykjavík vegna
sjúkraflutninga. I janúar varð Leifur Magnússon formaður
flugráðs, en Agnar Kofoed-Hansen lét af störfum. Hafin var
útgáfa tímaritsins „Flugsaga“, sem fjallar um sögu flugmála
á íslandi. Islendingar áttu í árslok 172 flugvélar (138 í árslok
1979). Auk þess áttu þeir 3 þyrlur og 21 svifflugu.
Færeyska ferjan Smyrill hélt um sumarið áfram ferðum
milli Seyðisfjarðar, Færeyja, Noregs og Skotlands, en hafði
auk þess nú viðkomu á Jótlandi. Eimskipafélag Islands
keypti skipafélagið Bifröst h.f. Eimskipafélagið hóf fastar
ferðir til New York. Félagið seldi Álafoss, Brúarfoss, Kljá-
foss, Reykjafoss og Skógarfoss til útlanda. Félagið tók á leigu
tvö skip, Álafoss og Eyrarfoss, með forkaupsrétti. Eru þau
(136)