Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 139
sérstaklega hönnuð fyrir eininga- og gámaflutninga. Hafskip
hf. seldi Selá til útlanda, en keypti annað skip, sem nefnt var
Selá, frá Noregi. Æ fleiri af skipum Eimskipafélags íslands
fóru að nota svartolíu í stað gasolíu. Skipulagi Eimskipafé-
lagsins var breytt í ýmsu. Var starfseminni skipt í flutninga-
svið, fjármálasvið og tæknisvið. Flutningadeildirnar eru
þrjár, og er hver þeirra rekin sem sjálfstæð eining með
ákveðin skip til umráða. — Notkun reiðhjóla færðist enn
mjög í vöxt. 8.927 bílar voru fluttir til landsins (árið
áður 8.181). Bifreiðaeign landsmanna var í árslok
95.606 (90.015 í árslok 1979). — Nýtt ferðamálaráð
var í ágúst skipað til næstu fjögurra ára. Heimir Hannesson
var formaður ráðsins, en Lúðvík Hjálmtýsson var áfram
ferðamálastjóri. Stofnuð var ferðaskrifstofa Akureyrar til að
skipuleggja og annast ferðamál á þeim slóðum. Ný ferða-
skrifstofa, fsleiðir, var stofnsett í Reykjavík. Stofnuð voru
samtök ferðamannabænda, sem eiga að vinna að hagsmun-
um bænda, sem inna af hendi þjónustu við sumarbústaða-
eigendur og ferðamenn.
Slys og slysavarnir
82 fslendingar fórust af slysförum á árinu (árið áður 86).
Af þeim fórust 4 erlendis (6). 31 drukknaði (27), 26 fórust í
umferðarslysum (27), 4 í flugslysum (2). Alls slösuðust 711 í
umferðarslysum (árið áður 615).
4. febrúar drukknaði maður í Reykjavíkurhöfn. 5. febrúar
féllu tveir drengir niður um ís á Kópavogi og drukknuðu. 15.
febrúar strandaði og ónýttist vélbáturinn Sævar frá Keflavík
við innsiglinguna til Sandgerðis, en slys urðu ekki á mönn-
um. I ofviðri 25. febrúar fórust þrír rækjubátar við Vestfirði,
Vísir frá Bíldudal, Eiríkur Finnsson frá ísafirði og Gullfaxi
frá fsafirði. Tveir menn voru á hverjum bát. 23. apríl fórst
vélbáturinn Jökultindur í nánd við Vestmannaeyjar og með
honum þrír menn. 9. maí strandaði og ónýttist vélbáturinn
Nökkvi frá Vestmannaeyjum vestur af Ingólfshöfða, en
áhöfninni var bjargað. 12. júní fórst smábátur undan
Staðarsveit á Snæfellsnesi og með honum einn maður. 10.
(137)