Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Qupperneq 147
að Vífilsstaðavegi í Garðabæ. Slitlag var lagt á hluta Krýsu-
víkurvegar sunnan Hafnarfjarðar, á kafia á Kjalarnesvegi og
kafla Hvalfjarðarvegar hjá Brynjudal. Unnið var að Akra-
nesvegi, í Lundarreykjadal, Stafholtstungum, við Borgarnes,
á sunnanverðu Snæfellsnesi, einkum í Eyjahreppi og
Staðarsveit, á Laxárdalsheiði milli Dalasýslu og Stranda-
sýslu, á Hjallahálsi, Kleifaheiði og Ketildalavegi í Barða-
strandarsýslu, við fsafjörð og Bolungarvík og í Óshlíð og í
Inn-Djúpi. Unnið var að undirbúningi að lagningu vegar úr
Inn-Djúpi um Steingrímsfjarðarheiði til Steingrímsfjarðar.
Slitlag var lagt á vegarkafla í nánd við Blönduós og Sauðár-
krók og á Moldhaugnahálsi við Akureyri. Unnið var að
Ólafsfjarðarvegi. Umbætur voru gerðar á Strákagöngum við
Siglufjörð. Unnið var að Svalbarðsstrandarvegi og að lagn-
ingu vegar um Víkurskarð milli Svalbarðsstrandar og
Fnjóskadals. Haldið var áfram vegagerð á Norðausturlandi í
framhaldi af starfi ársins áður, t. d. veginum milii Kópaskers
og Raufarhafnar. Unnið var að vegagerð við Egilsstaði. Slit-
lag var lagt á ýmsa vegarkafla á Suðurlandi, t. d. milli
Rauðalækjar og Hellu, á Þykkvabæjarvegi, Skeiðavegi,
Biskupstungnavegi og í Laugardal, á veginn milli Selfoss og
Eyrarbakka og á Þorlákshafnarvegi. Tilraunir með nýjar
gerðir slitlags voru gerðar á Hellisheiðarvegi.
Ýmsar framkvæmdir
Reykjavík. Lokið var smíð 818 íbúða á árinu (árið áður
448). Hafin var á árinu smíð 479 íbúða, en 795 íbúðir voru í
smíðum í árslok (1134 í árslok 1979). Mikið var byggt á
Breiðholtssvæðinu, aðallega í Hólahverfi og Seljahverfi. Þá
var mikið byggt á Selássvæðinu og á Eiðsgrandasvæðinu, og
allmörg íbúðarhús voru byggð í eldri hverfunum. Unnið var
að athugunum á byggingu nýrra íbúðarhverfa í Ártúnsholti
vestan Árbæjarhverfis, við Rauðavatn og á svæðinu sunnan
Seláss, og stóðu um þetta nokkrar deilur, því að sumir vildu
byggja hin nýju hverfi aðallega á Grafarholtssvæðinu og á
svæðinu sunnan Úlfarsfells. Mikið var unnið að gatnagerð.
Enn var unnið að Vesturlandsvegi við Smálönd. Hafin var
10
(145)