Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 148
bygging tengivegar frá Breiðholtssvæðinu um vestanvert
Árbæjarhverfi til iðnaðarsvæðisins í Krossamýri og bygging
brúar yfir Elliðaár, Höfðabakkabrúar, í sambandi við hann.
Talsvert var unnið að hitaveituframkvæmdum, en Hitaveita
Reykjavíkur átti í nokkrum fjárhagsörðugleikum. Unnið var
að lagningu hitaveitu í nýju hverfin. Enn var unnið að æðinni
milli Mosfellsdals og Suður-Reykja. Unnið var að byggingu
dælustöðvar í nánd við Grafarholt og tveimur stórum heita-
vatnstönkum á hæðinni þar fyrir austan. Borað var eftir heitu
vatni við Vatnsveituveg norðan Breiðholts og einnig í
Laugardal. Lögð var ný hitaveituæð í Vesturbæinn. Enn var
unnið nokkuð að vatnsveituframkvæmdum á Heiðmerkur-
svæðinu. Unnið var enn að húsum Öryrkjabandalagsins við
Hátún, m. a. að sundlaug. Unnið var að byggingarfram-
kvæmdum við Borgarspítalann, Landspítalann og Elliheim-
ilið Grund. Unnið var að byggingu geðdeildar við Land-
spítalann og hafin bygging nýrrar álmu við Borgarspítalann.
Hafin var bygging sundlaugar við endurhæfingardeild
Borgarspítalans (Grensásdeild). Unnið var að lokafram-
kvæmdum við vistheimilið við Dalbraut og hafin bygging
vistheimilis fyrir aldraða við Snorrabraut. Unnið var að
dagheimili fyrir þroskahefta (Lækjarási) við Stjörnugróf. —
Unnið var að kirkjum borgarinnar, einkum Hallgrímskirkju,
en einnig að Áskirkju, Langholtskirkju, Grensáskirkju og
Breiðholtskirkju. Á Landakotstúni var unnið að safnaðar-
húsi og prestahúsi kaþólskra. Nýi kirkjugarðurinn í nánd við
Korpúlfsstaði var vígður 16. júní, og var Friðfinnur Ólafsson
forstjóri jarðaður þar fyrstur manna. Unnið var að skóla-
húsum í Reykjavík, t. d. að Seljaskóla, sundlaug við Breið-
holtsskóla og íþróttahúsi við Hlíðaskóla. Skólahús Ásu
Jónsdóttur við Völvufell var tekið í notkun í desember.
Framkvæmdir voru við Kennaraháskólann. Unnið var að
húsi lækna- og tannlæknadeildar Háskólans í nánd við
Landspítalann. Hafin var bygging hugvísindahúss Háskól-
ans í nánd við Árnagarð. Er það ætlað viðskiptadeild, fé-
lagsvísindadeild og hluta heimspekideildar. Nýtt dagheimili,
Iðuborg, tók til starfa við Iðufell í Breiðholti, og unnið var að
(146)