Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 151
var að hjúkrunarheimili fyrir aldraða. — I Garðabæ voru
margar íbúðir í smíðum. Unnið var þar að skólahúsum.
Safnaðarheimilið var að nokkru tekið í notkun. Miklar um-
bætur voru gerðar á samkomuhúsinu í Garðaholti. Austan
Rjúpnahæðar var hafin bygging hesthúsahverfis Garðbæ-
inga. Mikið var unnið að gatnagerð í Garðabæ. I Bessa-
staðahreppi var unnið að lagningu hitaveitu. Er hún tengd
hitaveitu Reykjavíkur, og er vatnið leitt frá Engidal út á
nesið. Var hitaveitan formlega tekin í notkun 16. ágúst.
Nokkur íbúðarhús voru í smíðum í Bessastaðahreppi, eink-
um á svæðunum við Landakot og Eyvindarstaði. Unnið var
að undirbúningi að stækkun skólahússins í Bessastaða-
hreppi. — í Hafnarfirði var unnið að um 200 íbúðum, og var
smíð um 50 þeirra lokið á árinu. í smíðum voru 37 iðnaðar-
og verzlunarhús, og var 10 þeirra lokið. Unnið var að húsi
fyrir stórmarkað Kaupfélags Hafnfirðinga. Einkum var
byggt í Hvammahverfi, og unnið var að lagningu hitaveitu í
hverfið. Unnið var að hjúkrunardeild við dvalarheimili
aldraðra sjómanna í Hafnarfirði. Unnið var að skólahúsum,
t. d. að stækkun Lækjarskóla og leikfimihúsi við Víðistaða-
skóla. Nýr leikvöllur var tekinn í notkun. Unnið var að fé-
lagsheimili við íþróttahúsið og húsi við kirkjugarðinn. Unnið
var að hesthúsum við Kaldárselsveginn. Mikið var unnið að
gatnagerð í Hafnarfirði. — Enn voru verulegar framkvæmdir
við hitaveitu Suðurnesja. Unnið var enn að borunum á
Svartsengi. Ný gufutúrbína var gangsett í árslok. Unnið var
að húsi Orkuvers II, sem á að anna hitunarþörf Keflavíkur-
flugvallar. Unnið var að lagningu dreifikerfis um Kefla-
víkurflugvöll. Unnið var að byggingu dælustöðvar og vatns-
geyma á Fitjum í Njarðvíkum. — í Vogum voru margar
íbúðir í smíðum, og unnið var þar að íþróttavelli og loka-
framkvæmdum við skólahúsið. — í Njarðvíkum voru marg-
ar íbúðir í smíðum, og var unnið að nýju íbúðasvæði í
Innri-Njarðvík. Unnið var að lokaframkvæmdum við
íþróttahúsið í Njarðvíkum og kirkjuna í Ytri-Njarðvík. í
Keflavík voru rúmlega 100 íbúðir í smíðum, og voru t. d.
teknar þar í notkun íbúðir fyrir aldraða. Unnið var þar að
(149)