Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 155
Reyðarfirði var unnið að íþróttahúsi, sundlaug og íþrótta-
velli, áhaldahúsi og slökkvistöð og nokkru iðnaðarhúsnæði.
Um 30 íbúðir voru í smíðum. Á Eskifirði var unnið að
nokkrum íbúðum, m. a. fyrir aldraða. Unnið var að nýju
íbúðahverfi við fjarðarbotninn. Unnið var að grunnskólahúsi.
f Neskaupstað voru allmargar íbúðir í smíðum, einkum
í hverfinu úti á Bakkabökkum. Unnið var að íbúðum fyrir
aldraða. Hafin var lagning fjarvarmaveitu. Heilsugæzlustöð
tók til starfa, og unnið var að umbótum á sjúkrahúsinu.
Unnið var að framhaldsskóla, sem á að vera miðstöð tækni-
og iðnmenntunar á Austurlandi. Á Seyðisfirði var unnið að
skipulagningu miðbæjarsvæðisins. Unnið var að fjarvarma-
veitu. Unnið var að sjúkrahúsi og heilsugæzlustöð. Unnið
var að því að breyta gömlu símstöðinni á Seyðisfirði í ráðhús.
— Á Egilsstöðum var lagningu dreifikerfis hitaveitunnar að
mestu lokið. Borað var eftir heitu vatni við Urriðavatn vegna
hitaveitunnar. Um 40 íbúðir voru í smíðum á Egilsstöðum
auk 17 íbúða fyrir aldraða í tengslum við sjúkrahúsið og
heilsugæzlustöðina. Unnið var að heimili þroskaheftra,
Vonarlandi. Unnið var að íþróttahúsi og sundlaug og slysa-
varnastöð. Unnið var að söluskála Kaupfélagsins, sem á að
annast þjónustu við ferðamenn. Mikið var unnið að gatna-
gerð. Unnið var að lagningu hitaveitu á Hlöðum. Minnis-
varði um Þorstein skáld Valdimarsson var reistur í Hall-
ormsstaðaskógi. Hafin var bygging skóla- og samkomuhúss
„Ungs fólks með hlutverk" á Eyjólfsstöðum á Völlum. Á
Eiðum var hafin bygging heimavistarhúss, og Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja hóf þar byggingu orlofshúsa.
Minnisvarði um Jónas Eiríksson skólastjóra búnaðarskólans
a Eiðum og Guðlaugu M. Jónsdóttur konu hans var reistur á
bújörð þeirra, Breiðavaði í Eiðaþinghá. Á Borgarfirði
eystra var unnið að íþróttavelli. Umbætur voru gerðar á
flugvellinum þar og unnið að áhaldahúsi fyrir flugvöllinn.
Byggt var skólahús í Jökulsárhlíð fyrir Hlíðarhrepp og
Tunguhrepp. Á Vopnafirði var heilsugæzlustöð tekin í
notkun. Unnið var þar að slökkvistöð, húsi Samvinnubank-
ans. vöruskemmu kaupfélagsins og allmörgum íbúðum. Á
(153)