Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 157
þroskahefta. Unnið var að undirbúningi að byggingu félags-
og þjónustumiðstöðvar við Ráðhústorg. Malbikunarstöð var
tekin í notkun. Vörugeymsluhús Eimskipafélags Islands á
Oddeyri var tekið í notkun. Nýtt vogarhús og nýtt dæluhús
voru reist við Akureyrarhöfn. Unnið var að húsi tónlistar-
skóla Akureyrar, og var það að nokkru tekið í notkun. Unnið
var að svæðisíþróttahúsi Norðausturlands, golfvelli Akur-
eyrar og íþróttavelli íþróttafélagsins Þórs. Um 300 íbúðir
voru í smíðum á Akureyri, og mikið var unnið að gatnagerð
og vatnsveituframkvæmdum. Unnið var að byggingu
strætisvagnaskýla. Umbætur voru gerðar á Akureyrarflug-
velli. Borað var eftir heitu vatni í Hrafnagilshreppi, og unnið
var að lagningu dreifikerfis hitaveitu í Öngulsstaðahreppi. Á
Dalvík var ráðhúsið tekið til afnota, svo og dvalarheimili
aldraðra. Unnið var þar að skólahúsi og nokkrum íbúðum. Á
Ólafsfirði var gistihúsið nýja tekið í notkun. Unnið var að
heilsugæzlustöð, dvalarheimili aldraðra, dagheimili og
gagnfræðaskólahúsi. Unnið var að nokkrum íbúðum og
gatnagerð. í Hrísey var unnið að undirbúningi að byggingu
íþróttahúss og félagsheimilis. Borað var eftir heitu vatni í
Hrísey. Umbætur voru gerðar á flugvellinum þar. Á Siglu-
firði var unnið að um 60 íbúðum, m. a. nýs hverfis, Norður-
túns. Hitaveita var lögð í ný íbúðarhverfi. Byggingu ráðhúss
var lokið að mestu. Unnið var að heilsugæzlustöð og
dvalarheimili aldraðra, dagheimili og íþróttavelli. Mikið var
unnið að gatnagerð. I Grímsey var unnið að flugvallarhúsi.
Skagafjarðarsýsla. Umbætur voru gerðar á kirkjunum á
Barði í Fljótum og Felli í Sléttuhlíð. Á Hofsósi voru 10 íbúðir
í smíðum. Unnið var að lagningu hitaveitu frá Reykjum í
Hjaltadal að Hólum. Á Hólum var unnið að fiskeldisstöð,
sem var tengd hitaveitunni. Unnið var að lokaframkvæmd-
um við grunnskólahús á Hólum. Hesthús, sem rúmar um 100
hross, var í byggingu á Hólum, og unnið var í sambandi við
það að skeiðvöllum og girðingum. Á Sauðárkróki var unnið
að allmörgum íbúðarhúsum, m. a. verkamannabústöðum.
Unnið var að gagnfræðaskólahúsi og að verknámshúsi fyrir
fjölbrautaskólann. Unnið var að lokaframkvæmdum við
(155)