Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Síða 158
Safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki. Unnið var að íþrótta-
húsi, félagsheimili, leikskóla, heilsugæzlustöð, vatnsveitu- og
hitaveituframkvæmdum (ný dælustöð tekin í notkun). Um-
bætur voru gerðar á sundlauginni og golfvellinum. Umbætur
voru gerðar á safnaðarheimilinu. — Byggingarframkvæmdir
voru á Löngumýri vegna félagsstarfseminnar þar. í Varma-
hlið var lokið að mestu endurbyggingu kaupfélagshússins
eftir brunann. Fáein íbúðarhús voru þar í smíðum. Byggður
var ferðamannaskáli við Lambahraun norðan Hofsjökuls.
Húnavatnssýslur. Á Skagaströnd var unnið að stækkun
skólahússins, frystihúsi, fáeinum íbúðarhúsum og gatna- og
holræsagerð. Unnið var að umbótum á Holtastaðakirkju í
Langadal. Reist var sæluhús á Hveravöllum. — Fyrsta
áfanga dvalarheimilis aldraðra á Blönduósi var að mestu
lokið. Unnið var þar að allmörgum íbúðum, heilsugæzlu-
stöð, íþróttahúsi og sundlaug og dagheimili. Umbætur voru
gerðar á íþróttavellinum á Blönduósi. Mikið var unnið þar
að gatnagerð. — Á Hvammstanga var unnið að heilsu-
gæzlustöð, mjólkurstöð, íþróttahúsi og sundlaug, iðnaðar- og
verzlunarhúsi, þar sem einnig er félagsmálastarfsemi og af-
greiðsla frá sýslumannsembættinu. Stækkun sláturhússins
var að mestu lokið. Unnið var að nokkrum íbúðum, m. a.
fyrir aldraða, gatnagerð og vatnsveituframkvæmdum (nýr
vatnsgeymir byggður). Umbætur voru gerðar á hitaveitunni.
— Umbætur voru gerðar á Staðarbakkakirkju í Miðfirði.
Strandasýsla. Byggt var sæluhús á Holtavörðuheiði. Á
Hólmavík var unnið að húsi Búnaðarbankans, stækkun
skólahússins, stækkun frystihússins og nokkrum íbúðum. Á
Drangsnesi var unnið að lokaframkvæmdum við kaupfé-
lagshúsið.
ísafjarðarsýslur. Á Nauteyri í N.-Is. var unnið að byggingu
félagsheimilis, undirbúningi að byggingu fiskeldisstöðvar, og
borað var þar eftir heitu vatni. Minnisvarði um vestfirzkar
landnámskonur var reistur á Kambsnesi milli Seyðisfjarðar
og Álftafjarðar við Djúp. Á Súðavík var unnið að heilsu-
gæzlustöð, lokaframkvæmdum við frystihúsið og nokkrum
íbúðum.
(156)