Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 159
Á ísafirði var fjarvarmaveita formlega tekin í notkun 19.
janúar. Um 100 íbúðir voru í smíðum á ísafirði og 19 þjón-
ustu- og iðnaðarhús. Einkum var byggt í Seljalandshverfi,
Holtahverfi og í Hnífsdal. Unnið var að lokaframkvæmdum
við gistihúsið, að sjúkrahúsinu og dvalarheimili aldraðra,
menntaskólahúsi, stækkun slökkvistöðvarinnar, íþrótta-
mannvirkjum, m. a. nýjum knattspyrnuvelli, og tveimur
dagheimilum (öðru í Hnífsdal). Umbætur voru gerðar á
skíðasvæðinu í Seljalandsdal. Styrktarfélag vangefinna á
Vestfjörðum hóf byggingarframkvæmdir í nánd við Selja-
landshverfi. Mikið var unnið að gatna- og holræsagerð.
Unnið var að umbótum á Isafjarðarflugvelii. f Bolungarvík
var unnið að lagningu fjarvarmaveitu. Reist var kyndistöð,
unnið að dreifikerfi og um 80 hús tengd hitaveitunni. Unnið
var að mörgum íbúðum, m. a. fyrir aldraða, og að gatnagerð.
Unnið var að íþróttahúsi, áhaldahúsi og umbótum á sjúkra-
skýlinu. Á Suðureyri var unnið að stækkun skólahússins,
nokkrum íbúðum, lokaframkvæmdum við hitaveituna og
gatnagerð. Á Flateyri var unnið að íþróttahúsi og sundlaug,
golfvelli og nokkrum íbúðum. Á Þingeyri var byggingu
skólahúss að mestu lokið. Unnið var þar að sláturhúsi, um-
bótum á frystihúsinu, nokkrum íbúðum, gatnagerð og
vatnsveituframkvæmdum. Á Hrafnseyri voru kapella og
minjasafn Jóns Sigurðsson'ar vígð 3. ágúst.
Barðastrandarsýsla. Á Bíldudal var lokið vatnsveitufram-
kvæmdum. Unnið var þar að stækkun rækjuverksmiðjunnar,
nokkrum íbúðum og gatnagerð. Á Tálknafirði var unnið að
Póst- og símahúsi og hafin bygging íþrótta- og samkomu-
húss. Á Patreksfirði var unnið að fjarvarmaveitu. Unnið var
að lokaframkvæmdum við heilsugæzlustöðina, skólahúsi,
dagheimili, frystihúsi, sem er mjög fullkomið, sláturhúsi,
allmörgum íbúðum og gatnagerð. Umbætur voru gerðar á
flugvellinum við Patreksfjörð, m. a. komið upp lýsingu. Á
Birkimel (Krossholtum) á Barðaströnd var að mestu lokið
byggingu samkomuhúss og skólahúss. Unnið var þar að
kaupfélagshúsi, dýralæknisbústað, iðnaðarhúsi og nokkrum
íbúðum. Er þarna að myndast þéttbýliskjarni. Gefin var út
(157)