Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 160
byggðaþróunaráætlun fyrir Austur-Barðastrandarsýslu og
Dalasýslu 1981-1986.
Dalasýsla. í Búðardal var enn unnið að vatnsveitufram-
kvæmdum, og var hin nýja vatnsveita tekin í notkun. Unnið
var að nokkrum íbúðum og gatnagerð.
Snœfellsnes- og Hnappadalssýsla. I Stykkishólmi var unnið
að vatnsveituframkvæmdum. Unnið var við skólahúsið,
stækkun sjúkrahússins, stækkun trésmiðjunnar, að umbótum
á skemmtigarðinum, umbótum á fiskvinnslustöðvum og að
mörgum íbúðum. Borað var eftir heitu vatni við Berserks-
eyri. í Grundarfirði var unnið að stækkun heilsugæzlu-
stöðvarinnar, félagsheimili, kirkju og nokkrum íbúðum. í
Ólafsvík var unnið að félagsheimili, skólahúsi og frystihús
tekið í notkun. Á Hellissandi var unnið að lokaframkvæmd-
um við skólahúsið, dagheimili og umbótum á fiskvinnslu-
stöðvum. Unnið var að lokaframkvæmdum við flugvöllinn á
Rifi. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hóf byggingu
orlofshúsa við Hellna. Fiskverkunarhús var byggt á Arnar-
stapa.
Mýrasýsla. í Hraunhreppi var unnið að vatnsveitufram-
kvæmdum. I Borgarnesi voru allmargar íbúðir byggðar og
mikið unnið að gatnagerð. Unnið var að stækkun gistihúss-
ins, og var henni langt komið. Unnið var að mjólkurstöð og
undirbúningi að byggingu safnahúss. Umbætur voru gerðar
á vatnsveitu Borgarness, og voru vatnslagnirnar, sem liggja
yfir fjörðinn frá Seleyri, felldar inn í brúna og brúarfylling-
una.
Borgarfjarðarsýsla. Unnið var að hitaveitu Borgarfjarðar.
Var lögð aðveituæð frá Bæjarsveit til Seleyrar og um
Borgarfjarðarbrúna til Borgamess. Var hitaveitan tekin í
notkun í Borgarnesi og á Hvanneyri. Unnið var að dreifi-
kerfum í Borgarnesi og á Akranesi. Nokkrir bæir í Anda-
kílshreppi voru tengdir hitaveitunni. Unnið var að undir-
búningi að lagningu aðveituæðar frá Deildartunguhver til
Bæjarsveitar og frá Seleyri til Akraness. Nokkur orlofshús
voru byggð á Húsafelli. Nokkrar byggingarframkvæmdir
voru á Hvanneyri. — A Akranesi voru um 150 íbúðir í
(158)