Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 169
Fasteignamat. Ný fasteignamatsskrá var gefin út 1. des-
ember. Hækkaði matið að meðaltali um 57,7%. Talsverður
órói var á fasteignamarkaðnum.
Fegurðarkeppni. Elísabet Traustadóttir var kjörin
fegurðardrottning íslands 1980. Unnur Steinsson var kjörin
fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Kristín Bernharðsdóttir,
fegurðardrottning íslands 1979, tók þátt í fegurðarkeppni
Evrópu á Kanaríeyjum um mánaðamótin febrúar-marz.
Guðbjörg Sigurðardóttir tók þátt í keppninni Ungfrú al-
heimur í Seoul í Suður-Kóreu í júlí og varð í 6. sæti (80
þátttakendur). Unnur Steinsson tók þátt í alþjóðlegri
fegurðarsamkeppni í Manila á Filippseyjum í ágúst. Hún
varð í 4. sæti og fékk ýmis verðlaun.
Flóttamenn. Rússneskur sjómaður, Viktor Kovalenko,
baðst hælis sem pólitískur flóttamaður í Reykjavík í ágúst.
Hann fékk dvalarleyfi um hríð, en fór svo til Bandaríkjanna.
Frakki að nafni Patrick Gervasoni baðst hælis hér á landi í
september, en hann hafði neitað að gegna herþjónustu í
heimalandi sínu. Stóðu talsverðar deilur hér á landi um mál
hans, t. d. settist hópur fólks að í dómsmálaráðuneytinu 2.
desember til að mótmæla meðferð málsins ogsat þar alllengi.
Gervasoni var fluttur úr landi til Danmerkur 30. desember.
Fornleifar o. fl. Unnið var að uppgreftri á Stóru-Borg
undir Eyjafjöllum. Fornar leifar fundust í Herjólfsdal í
Vestmannaeyjum, bæði húsarústir og gripir. Fornar
byggðarleifar frá elztu tíð byggðar á íslandi fundust á
Hrafnkelsdal, Efra Jökuldal og í Brúardölum. Silfursjóður
(aðallega hringar) frá víkingaöld fannst á Miðhúsum í
Egilsstaðahreppi. Unnið var að viðhaldi gamalla húsa á
svipaðan hátt og að undanförnu. Unnið var að því á vegum
Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar að koma upp
minjasafni um lækningar á íslandi, og er því ætlaður staður í
Nesstofu á Seltjarnarnesi.
Gjafir til menningarmála. Tilkynnt var um erfðaskrá
Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns (d. 1972) og Helgu
Jónsdóttur konu hans (d. 1978), en eignir þeirra voru metnar
á nær 3.600 milljónir króna. Skyldi þeim varið til menn-
(167)