Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Síða 170
ingarmála á sviði leiklistar, myndlistar, tónlistar og raunvís-
inda með framlögum til leikhúsbyggingar, óperuhúsbygg-
ingar í Reykjavík, listasafnsbyggingar, styrkja til stúdenta í
raunvísindum og læknisfræði o. fl.
Stofnun Árna Magnússonar var afhent að gjöf íbúð hjón-
anna Kristins E. Andréssonar rithöfundar og konu hans Þóru
S. Vigfúsdóttur. Er ætlunin, að þar búi fræðimenn í norr-
ænum fræðum, sem stunda rannsóknir á íslandi.
Hervarnir. Talsvert var deilt um það, hvort kjarnorkuvopn
væru geymd á Keflavíkurflugvelli eða ekki. Einnig var deilt
um ýmsar framkvæmdir á vellinum á næstunni, t. d. bygg-
ingu nýrra flugskýla og olíugeyma.
Hrafnseyrarhálíð. 3. ágúst var haldin hátíð á Hrafnseyri í
tilefni aldarártíðar Jóns Sigurðssonar forseta. Var þar vígð
minningarkapella um forsetann og opnað safn Jóns
Sigurðssonar, þar sem rakin er saga hans í myndum og
munum. Á hátíðinni voru á þriðja þúsund manns, og voru
þar æðstu menn þjóðarinnar, svo sem forseti, forsætisráð-
herra og biskup.
Hungurvaka. Samtökin „Líf og land“ og Rauði kross ís-
lands gengust í október fyrir „Hungurvöku" í Reykjavík, og
var þar fjallað um hungrið í heiminum og baráttu gegn því.
Húsnæðismál. Samþykkt voru á Alþingi lög um Hús-
næðismálastofnun ríkisins. Var þar gert ráð fyrir stóraukinni
byggingu verkamannabústaða, útrýmingu heilsuspillandi
húsnæðis o. fl.
Höfundaréltarfélag íslands. Stofnað var Höfundaréttarfé-
lag íslands til að efla þekkingu á höfundarétti og þróun
þeirrar greinar lögvísinda og leita eftir samvinnu við hlið-
stæð samtök I öðrum löndum og alþjóðastofnanir á þessu
sviði. Formaður félagsins var Sigurður Pétursson hæsta-
réttarlögmaður.
íslandskynning erlendis. Islandskynning var haldin í
febrúar í Frakklandi og Bretlandi. Voru þar kynnt íslenzkur
matur, fatnaður, listir o. fl. og ísland sem ferðamannaland.
íslenzk-færeyskir menningardagar voru haldnir í Vestur-
(168)