Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 172
Kirkjumál. Bænavika var haldin í janúar. Að henni stóðu
þjóðkirkjan, rómversk-kaþólska kirkjan, aðventistar og
hvítasunnusöfnuðurinn. Þá prédikaði rómversk-kaþólskur
prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, og er það í annað sinn,
sem rómversk-kaþólskur prestur prédikar í lútherskri kirkju
á íslandi (í fyrsta sinn í Stykkishólmi 1978). Þá prédikaði og
lútherskur prestur í fyrsta sinn í Landakotskirkju í Reykja-
vík. — Stofnuð var ný kirkjusókn í Reykjavík, Seljasókn í
Breiðholtshverfi, en annað prestsembættið í Langholtssókn
var lagt niður. Ráðstefna prófasta var haldin í Reykjavík í
marz. Prestastefna Islands var haldin í Reykjavík í júní. Þar
var m. a. rætt um nýjar helgisiðareglur þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing var haldið í Reykjavík í október. Þar var sam-
þykkt ný handbók þjóðkirkjunnar og nýjar reglur um
biskupskjör, þar sem gert er ráð fyrir þátttöku fulltrúa leik-
manna. Ortódox messa var sungin í Dómkirkjunni í
Reykjavík í september í sambandi við fund forystumanna
ortódoxu kirkjunnar í Skálholti. Sigurbjörn Einarsson bisk-
up var viðstaddur vígslu fyrsta grænlenzka biskupsins í Nuuk
í febrúar. 1. marz tók Daníel Óskarsson við starfi sem yfir-
maður Hjálpræðishersins á Islandi og í Færeyjum.
Kristniboð. íslendingar unnu að kristniboði í Etíópíu og
Kenya í samvinnu við Norðmenn. Islenzkir aðventistar
störfuðu við kristniboð í Nígeríu.
Kvikmyndir. Kvikmyndahátíð í tengslum við listahátíðina
var haldin í Reykjavik í febrúar. Voru þarsýndar rúmlega 30
kvikmyndir frá ýmsum löndum. Verðlaun kvikmyndahá-
tíðarinnar hlaut Ágúst Guðmundsson fyrir kvikmynd sína
„Lítil þúfa“. Islenzk kvikmyndavika var haldin í Reykjavík í
marzlok, og voru þar sýndar eldri og yngri íslenzkar kvik-
myndir. Stofnað var Kvikmyndafélagið h.f. til að safna og
dreifa kvikmyndum, sem hafa menningarlegt og listrænt
gildi. Vilhjálmur Knudsen gerði heimildarkvikmyndina
„Alþingi að tjaldabaki". Frumsýnd var myndin „Land og
synir“, gerð af Ágústi Guðmundssyni eftir sögu Indriða G.
Þorsteinssonar. Frumsýnd var myndin „Veiðiferðin" gerð af
Gísla Gestssyni eftir sögu Andrésar Indriðasonar. Unnið var
(170)