Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Síða 173
að kvikmynd um Snorra Sturluson á vegum sjónvarpsins.
Frumsýnd var kvikmyndin „Óðal feðranna", gerð af Hrafni
Gunnlaugssyni. Frumsýnd var myndin „Mörg eru dags
augu“ úr Breiðafjarðareyjum. Unnið var að gerð kvik-
myndar eftir sögu Péturs Gunnarssonar „Punktur, punktur,
komma, strik“. Sýnd var í sjónvarpi kvikmyndin „Vandar-
högg“ eftir handriti Jökuls Jakobssonar (leikstjóri Hrafn
1 Gunnlaugsson). Kvikmyndin „Paradísarheimt", sem
norðurþýzka sjónvarpið lét gera eftir sögu Halldórs Laxness,
var frumsýnd í íslenzka sjónvarpinu í desember. (Um mán-
aðamótin september-október fór forseti Islands, Vigdís
Finnbogadóttir, í boði norðurþýzka sjónvarpsins til Ham-
borgar til að vera viðstödd hátíðafrumsýningu á þessari
kvikmynd.) — Kvikmyndasafn Islands var flutt í nýtt hús-
næði í Skipholti í Reykjavík.
Landhelgismál. í maí fóru fram í Kaupmannahöfn við-
ræður milli íslendinga og Dana vegna útfærslu landhelg-
innar við Austur- Grænland. Viðræðurnar héldu áfram í
Reykjavík í júní.
Leikferðir. Hópur úr Leikfélagi Akureyrar sýndi „Beðið
eftir Godot“ á Becketthátíð á írlandi í ágúst. Þjóðleikhúsið
sýndi „Stundarfrið" eftir Guðmund Steinsson á Norður-
löndum og í Júgóslavíu í september.
Listahátíð. Listahátíð var haldin í Reykjavík dagana L —
20. júní. Voru þá haldnir margir tónleikar, leiksýningar,
myndlistarsýningar o. fl. Nokkrir útlendir listamenn komu
fram á listahátíðinni, t. d. leikflokkurinn Els Comediants frá
Spáni, leikflokkurinn Kom teatteri frá Finnlandi, írski
þjóðlagaflokkurinn Wolfe Tones, brezka rokkhljómsveitin
* Clash, spænski píanóleikarinn Alicia de Larroche, sænski
gítarleikarinn G. Söllscher, ítalski söngvarinn L. Pavarottí,
bandaríski fiðluleikarinn P. Zukofsky, þýzka ljóðskáldið W.
Biermann, bandaríska tónskáldið J. Cage og spænski málar-
inn A. Saura. Njörður P. Njarðvík var formaður listahátíðar,
en Örnólfur Árnason framkvæmdastjóri.
Listamannalaun. Heiðursverðlaun listamanna (veitt af
Alþingi) hlutu: Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson,
(171)