Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 175
Norrœnt málaár. Árið 1980 var norrænt málaár, og var það
helgað tungum og menningu Norðurlandaþjóðanna.
Skattamál. Ný lög um tekju- og eignaskatt komu til fram-
kvæmda. Hjón urðu sjálfstæðir skattgreiðendur og greiddu
tekju- og eignaskatt hvort í sínu lagi. Launatekjur barna
innan sextán ára voru skattlagðar sérstaklega. Ný gerð
framtalseyðublaða var tekin í notkun, mjög breytt frá því,
sem áður var. Einnig voru gerðar breytingar á skattlagningu
fyrirtækja.
Skiptinemar. 23 íslenzkir skiptinemar fóru til ársdvalar
erlendis, en 17 erlendir dvöldust hér á landi. íslenzku
nemarnir fóru til ýmissa landa í Evrópu, Asíu, Ástralíu og
Ameríku.
Styrjöld á Hellnum. Um sumarið urðu miklar deilur á
Hellnum á Snæfellsnesi vegna þess, að Landssamband ís-
lenzkra útvegsmanna hóf þar byggingu sumarbústaðahverfis
í óþökk sumra íbúa staðarins. Voru unnin skemmdarverk á
byggingunum.
Söngferðir. Nokkrir íslenzkir kórar fóru söngferðir til
Norðurlanda og Þýzkalands um sumarið. í söngvakeppni á
írlandi í október varð Björgvin Halldórsson í fjórða sæti.
Tónlistarhátíð. Tónlistarhátíð, sem nefnd var „Myrkir
músikdagar“, var haldin í Reykjavík 17,—27. janúar.
Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaun
úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright hlaut Lúðvík
Kristjánsson fyrir rannsóknir á sjávarútvegi Islendinga fyrr
og síðar.
Þingfararkaup. Ný lög um þingfararkaup voru Sett í
nóvember. Kjaradómur skal framvegis ákveða launakjör al-
þingismanna.
Þróunaraðstoð. Aðstoð Islendinga við þróunarlöndin nam
415 millj. kr. Af því runnu 280 milljónir til Grænhöfðaeyja í
Afríku, en Islendingar tóku að sér að aðstoða íbúana til að
efla hjá sér fiskveiðar og leiðbeina þeim í þeim efnum. Is-
lendingar störfuðu einnig að þróunarhjálp í Austur-Afríku,
og dvöldust nokkrir Islendingar þar, t. d. annaðist Pálmi
Hlöðversson matvæladreifingu í Uganda.
(173)