Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Side 176
Guðmundur Finnbogason
VEÐURSPÁR DÝRANNA
Það er gömul trú, að dýr finni stundum á sér þegar veðra-
brigði eru í aðsigi, og hafa menn snemma reynt að ráða af
atferli ýmissa dýra, hverra veðra væri von. Athugunum al-
þýðu manna um slíka hluti hefir víða verið safnað fyrir löngu
og þær gefnar út með öðrum veðurmörkum eða veðurspám.
Eitt slíkt safn hefir verið gefið út á íslenzku, það er í 8. bindi
Lærdómslistafélagsritanna, sem kom út 1788, og heitir:
„Teikn til veðráttufars, af sólu, tungli og stjörnum, lofti,
jörðu, vatni og dýrum, samanlesin úr þýzku og fleiri skrifum,
eftir Stefán Björnsson.
Eins og fyrirsögnin ber með sér, er safn þetta af útlendum
toga spunnið. Líkt mun um veðráttubækling í safni Jóns
Sigurðssonar 74 8vo, er Jón Sigurðsson telur vera með hendi
Hallgríms Péturssonar, og eins flest það, sem stendur í Atla
um þetta. Ýmislegt fleira er til hér á söfnum af þessu tæi, og
þyrfti einhverntíma að rannsaka, af hvaða rótum það er
runnið. En hvað sem því líður, þá hefir íslenzk alþýða allt til
þessa dags talsvert ráðið veður af háttum ýmissa dýra, og skal
ég nú nefna nokkur dæmi um íslenzkar athuganir í þessu
efni. Síra Jónas Jónasson hefir í handriti að þjóðsiðafræði,
sem nú er í Landsbókasafninu, tilgreint þær athuganir, er
honum virtust mundu vera innlendar að uppruna, og mun ég
merkja með (J. J.) það, sem þaðan er tekið.
I Dýravininum 12. hefti 1907 hefir Guðmundur Friðjóns-
son ritað grein um hætti fugla, og merki ég með (G. Fr.) það,
sem hann segir.
„Þrösturinn þykir vera veðurspár. Þá þykir von illrar tíðar,
þegar hann kemur heim á bæina í góðu veðri, hvort heldur
sem er haust eða vor. Sum þjóðtrú hefir og við minni rök að
styðjast" (G. Fr.).
Síra Jónas segir, eftir Arnóri Sigurjónssyni: „Þá er það
(174)