Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Side 181
óveður kemur úr þeirri átt, sem þeir setja lendar í“ (Alm.,
J. J.).
„Ef fé hristir sig í þurru veðri, veit það á rigningu. Ef ær
míga mikið í kvíunum, þykir það boða á úrfelli. Ef fé stangast
mikið, veit það á hvassviðri" (Alm., J. J.).
I grein þeirri eftir Dr. Knauer, er ég áður nefndi, segir:
„Sauðfé og geitfé reynist og næmt fyrir veðrabrigðum.
t Keppist kindur við að bíta, jafnvel á leiðinni heim, hlaupi
þær órólegar til og frá og jarmi hátt, sleiki þær sig um
snoppuna, hami þær sig, stangist hrútar á leiðinni, kroppi
geiturnar gráðugt brumið af runnunum og kæri sig ekki um
það, þó slegið sé í þær, þá er smalinn viss um, að illviðri er í
aðsigi. Aftur telur smali það vita á góðviðri, þegar kindur
hoppa kátar í haga. Það er sagt, að Newton, eðlisfræðingur-
inn mikli, fór einhverju sinni í indælis veðri af stað upp í
sveit. Á leiðinni hitti hann smala, er réð honum að snúa við,
af því að hrakviðri væri í aðsigi. Af því hvergi sá á lofti nein
merki þess, að regn væri í vændum, fór Newton ekki að
* ráðum smalans og hélt áfram göngu sinni, en varð að hálfri
stundu liðinni að snúa við, af því að þá skall á hellirigning.
Hitti hann þá smalann aftur og fékk að vita, að í fjárhópnum
hans var gamall hrútur, sem ekki brást að vissi á regn, ef
hann hamaði sig, þó í bezta veðri væri.“
Um forustusauði er það almenn trú á íslandi, að þeir viti á
sig veður. Síra Jónas segir: „Forustukindur liggi fram við
dyr, veit á gott, en ef þær liggja innst inni í kró eða lötra á eftir
fénu, veit það á illt.“
Ég get ekki stillt mig um að taka tvö dæmi úr Dýravinin-
um, 6. hefti, um nafngreinda forustusauði. Annar hét Surtur,
^ norður í Fljótum. Um hann segir: „Surtur var jafnan fremst í
húsi, en bæri það við, að hann væri innstur í kró, brást það
aldrei, að veður versnaði á eftir“ (bls. 35).
Hinn forustusauðurinn var kallaður Forustu-Flekkur,
eign Stefáns Jónssonar í Bakkagerði, er hefir skrifað um
hann 1894, tveim árum eftir að hann missti hann, svo að frá-
sögnin ætti að vera áreiðanleg. Ég tek hér nokkra kafla úr henni:
„Aldrei fór Flekkur á fjall að vorlagi, meðan hann vissi
(179)