Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Qupperneq 185
veðrið samtímis og næstu veðurbreytingu, sem verður, dag
og stund. Með því að nokkrir menn héldu slíkar athugana-
bækur um ketti sína eitt ár eða tvö, mundi mega vega
veðurvizku kisu á vogarskálum. Líkt er um hin önnur dýrin.
Sá ljóður hefir hingað til verið á athugunum manna í þessum
efnum, að þegar eitthvað er þjóðtrú, þá hættir mönnum við
að taka aðeins eftir þeim tilfellunum, sem koma heim við
þjóðtrúna, en gleyma hinu, sem ekki gekk eftir. En á því
ríður að taka öll tilfellin um langt skeið; þá fyrst er hægt að
sjá, hve oft þjóðtrúin kemur heim við reynsluna.
Það væri og hugsanlegt, að þegar menn færu að gefa dýr-
unum nákvæman gaum í sambandi við veðrið, þá reyndist
fleira í háttum þeirra veðurspá en menn áður hafa tekið eftir,
en um það skal engu spáð.
Ef vér lítum yfir þau dæmin, sem ég tilgreindi um fuglana,
þá er það sem tekið hefir verið mark á: söngur þeirra eða
þögn, hvernig hljóðið er í þeim, hvernig þeir fljúga, hvert
þeir fljúga, svo sem þegar álftir og gæsir fljúga undan veðri,
andir utan frá sjó, tittlingar og rjúpur heim að bæjum
o. s. frv., eða hvort þeir eru gráðugir eða baða sig í vatni. Það
er eðlilegt að hugsa sér, að fuglar gefi frá sér mismunandi
hljóð og séu misvel upplagðir til að syngja eftir því hvernig
þeim líður. Hafi ástand loftsins áhrif á líðan þeirra, þá mundi
það jafnframt geta haft áhrif á sönginn. Og líði fuglum eitt-
hvað illa á sjó af breytingum, er þeir finna þar á sér undan
illviðrum, hverjar sem þær nú kunna að vera, þá er eðlilegt,
að þeir leiti til lands. Vér þekkjum auðvitað alltof lítið sálarlíf
dýranna til þess að renna grun í, hvað fram fer í huga þeirra,
þegar þau búa sig undir óveður, t. d. með því að leita heim til
húsa eða frá sjó inn á lindir í landi o. s. frv., hvort þau t. d.
hafa ljósa hugmynd um óveðrið sem er í nánd og haga sér þar
eftir, eða hvort þau fylgja einhverri óljósri hvöt. En vér
verðum að álykta, að ástand þeirra sé annað, þegar þau haga
sér öðruvísi en áður. Vér gerum ráð fyrir, að hrútar séu í öðru
skapi, þegar þeir eru ólmir að stangast en þegar þeir eru
friðsamir, að hestar séu í öðru ástandi, þegar þeir hama sig í
góðu veðri heldur en þegar þeir gera það ekki, að fé hafi í
(183)