Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 8
2
áttan fyrir lífinu er hörð en sigurvænleg, þar sem ak-
urinn gefur góða uppskeru, sé hann vel yrktur, en enga
ella, og fénaðurinn sýnir arð fyrir vakandi umönnun
bóndans, þar sem djúpt þarf að grafa eftir auðæfum
jarðar, vegi að leggja og brýr að byggja. Þar gerir
náttúran ólíft dáðleysingjum, en leggur blessun sína á
atorku og framsýni. Þar vex hraustri þjóð ásmegin við
hverja unna þraut. Þar þróast sú starfslöngun, er vinn-
ur stórvirki. Þar dafnar frjáls hugsun og framsækni,
listir og vísindi, og kynþátturinn verður vaxandi meið-
ur með ókulnuðum broddi.
Eg veit, að ykkur er öllum ljóst, að misjöfn eru skil-
yrði landanna fyrir þroska og hamingju þjóðanna. En
miklu veldur hver á heldur. Eg hef bent hér á þrjá
flokka landa með misjöfn menningarskilyrði: heita
villimannalandið, borgalandið og bændalandið. Hvert
land hefur þó margskonar náttúrukosti og ræður þjóð-
in sjálf, hverjir helst eru nytjaðir. Löndin, sem gróin
eru sem aldingarður og hafa eilífa vorblíðu veðurs, eru
oft strjálbýl af reikandi villiþjóðum. En sum norðlæg
lönd, sem líkjast fslandi, eru einnig bygð á þenna hátt.
Við gætum einnig hugsað okkur ísland þannig bygt af
reikandi, starfhræddum villimönnum, er aðeins hugs-
uðu um líðandi stund, þeir myndu geta fullnægt hér
sínum fábreyttu þörfum, reikað um með útigangsfénað
og á milli veiðiveranna, klæðst dýrafeldum og sofið í
hellum. Hefðu Ameríkuskrælingjar fundið ísland og
bygt í stað Norðmanna, mundi landið ef til vill svo bygt
enn. En þetta kyrstæða frumstig menningarinnar
hefur aldrei liingað komið, af því að hingað flutti og
nam land hraust hændaþjóð og hóf hér hægfara starfs-
menningu.
í þúsund ár hafa verið í landi okkar nytjuð þau gæð-
in, er bestar skapar þjóðirnar. Það hefur verið land