Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 9
3
í
,
hinnar hörðu baráttu og óháðu atvinnu hvers fjöl-
skylduföður, land sjálfstæðra bænda til lands og sjáv-
ar, sem búið hafa á sínu landi að sínum fénaði og róið
hafa eigin bátum. Forfeður okkar gerðu ísland að
bændalandi eins og Gennanar ávalt gerðu nýlendur
sínar.
En land okkar hefur eiginleika til að vera borgaland.
Það liggur vel við iðnaði og ef til vill verslun. Það get-
ur orðið keppikefli erlendra auðmanna, að eignast sem
mest af íslandi. Ekkert land er að tiltölu ríkara af foss-
afli, og þegar kolin þrjóta, getur ísland orðið slíkt iðn-
aðarland sem England er nú.
Sjórinn er okkar þjóðbraut. Við eigum námur auð-
æfa sjávaraflans á þjóðbraut þeirri, námur, sem eru
álíka ginnandi og álíka misgæfar og gullnámur sumar.
Mun nú á þessum hinum síðustu tímum ekki nokkur
hætta á, að Island verði miður gott til þjóðaruppeldis
en verið hefur. Ef hinn sjálfstæði atvinnurekstur
hverfur smám saman, ef hæst verður boðið í mann-
fólkið af iðnaði og »útvegi« og fólkið alt selur sig hæst-
bjóðanda, þá verða hér önnur þroskaskilyrði er verið
hefur. Sveitirnar eyðast smám saman.* Bændabýlin
hverfa. Hér verður aðeins borgamenning, auðvalds-
menning. Hér hverfur allur sjálfstæður atvinnurekst-
ur. Enginn ræður lengur sinni atvinnu eða er sinn eig-
inn herra. Hér verða örfáir ménn, sem hafa yfirráð yf-
ir sparifé þjóðarinnar, auðnum, hafa hann að eign eða
láni. Þessir menn hafa ráðin til að drottna yfir múgn-
* Árið sem leið (1925) fjölgaði í kaupstöðunum um 2000
manns, en hefur sennilega fækkað í sveitunum um rúmt þúsund.
Með áframhaldi sömu stefnu mun seinasti sveitamaðurinn flytja
í kaupstað að 40 árum liðnum.
1*