Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 10
4
um, sem vinnur »í þeirra þjónustu, lifir á þeirra
brauði«. Ef til vill verður íslenska þjóðarbrotið sem
dropi í hafi hins aðflutta múgs. Auðvaldið, sem einrátt
verður, ef svo stefnir sem nú, getur flutt inn þjóna enn-
þá auðsveipari en okkur.
Eg býst við, að þið fallist á það með mér, að það land
sé best, sem best uppeldi velur þjóð sinni. Eg vona, að
þið fallist á það með mér, að þjóðirnar vaxi best að
menningarþroska, þar sem flestum einstaklingum er
gefinn kostur á að lifa þróttmiklu og sjálfstæðu starfs-
lífi, ráða sínum verkum, taka verkalaunin sjálfir úr
skauti náttúrunnar, fá full iðgjöld sinnar manndáðar,
fulla hegningu sinnar ómensku.
Landið okkar hefur þroskað sonu sína við slíka lifn-
aðarháttu í þúsund ár. öll Norðurlönd hafa veitt sonum
sínum þessi lífskjör lengstum — sjálfstæðan atvinnu-
rekstur hvers fjölskylduföður og uppeldi á sérstœðum
dreifðum heimilum. Norræni ættstofninn hefur jafnan
verið dreifður um sléttur og dali, fjöll og skóga,
strendur og eyjar, heimaelskur og þó víðfönill um alla
þekta jörð á hverjum tíma. Það voru bændaþjóðir,
sjávarbændur og landbændur Norðurlanda, sem fóru
víkingaferðirnar. Frá þeim telja menn þróttmesta kyn
Englendinga og Norður-Frakka komið. Norrænir
bændur gerðust um skeið kjarninn í liði Miklagarðs-
keisara, stofnuðu ríki í Rússlandi, fundu ný lönd og
álfur (Færeyjar, ísland, Grænland, Ameríku). Og enn
má benda á, að meðan hið breska heimsveldi var að
rísa, voru flestir Englendingar bændur og af ger-
mönsku bergi brotnir.
Enginn efi er á því, að norræni ættstofninn er góður,
og að germanskar þjóðir sækja mest fram. En hitt er
mjög vafasamt, hvort eigi veldur þar meiru um betri
uppeldisskilyrði þjóðanna en ætterni. Suðrænu þjóð-