Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 11
5
irnar hafa haft meiri borgamenningn. Akrar Róm-
verja hafa verið óyrktir víða kringum' Miðjarðarhaf
um þúsundir ára, en á Norðurlöndum og Þýskalandi
eru stöðugt numin ný lönd til rsektar. Sveitamenningin
hefur þar stöðugt dafnað. Meginhluti heimila hefur
stöðugt lifað sjálfstæðu atvinnulífi, alið upp börn sín
við nægtaborð náttúrunnar. Eflaust er það að þakka
hollari lifnaðarháttum, að germanskar þjóðir aukast
mest og margfaldast, dafna best og þroskast í gömlum
heimkynnum og nýjum.
Ekkert land hefur haft hollari lifnaðarháttu en fs-
land né betri til mannþroska. Hvergi hefur verið betra
olbogaiými fyrir sérkenni einstaklinganna, betra tæki-
færi unglingum að þroska alla starfshæfileika en við
hin fjölbreyttu störf sveitalífsins, þar sem hver ung-
lingur mátti segja með St. G. St.: »Löngum var eg
læknir minn« o. s. frv. Engir landnemar hafa reynst
betur en íslendingar í eldi alþjóðadeiglunnar amerísku.
Mun það ekki fremur því að þakka, að atvinnukjörin
hafa veitt þjóðinni ágætt uppeldi heldur en hinu, að hér
sé besta ætt jarðar?
Suðræna borgamenningin sækir nú á öll Norðurlönd.
Fastast sækir hún þó á hér á Islandi. Hér mun á næstu
árum verða háð hörð barátta um það, hvort megin þjóð-
arinnar eigi framvegis að búa í sveitum eða borgumí.
Hvort yfir þjóðlífinu, yfir atvinnuvegum, menningar-
málum og stjórnmálum eigi að ráða margir sjálfstæðir
bændur til lands og sjávar, bændur, sem! séu eigin herr-
ar og engra þjónar, eða öll yfirráð þjóðlífsins séu í
höndum drottna auðvaldsins,* örfárra útgerðaimanna,
* Margir segja, að hér sé ekkert auðvald. En sparifé almenn-
ings, sem bankamir geyma, er að mestu magni lánað fámennri
stétt. Auðurinn veitir vald, hvort sem fengin er að eign eða láni.