Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 12
6
stórkaupmanna og verksmiðjueigenda, er ráði yfir at-
vinnu almennings og hafi kjör hans í hendi sér.
Hvaða land er best? Æskumaður! Þú stendur á
krossgötum. Tveir vegir blasa við þér. Annar liggur
niður til strandar. Hann liggur að borgalandinu með
höllunum háu og hreysumiml lágu, glaumi og glys, mun-
aði, auði og örbirgð. Ef til vill hossar þar gæfan þér, og
þú verður einn af fáum drottnum. En þúsund sinnum
meiri líkur eru til, að þú verðir einn af mörguim
þjónum.
Hinn vegurinn liggur upp til dala. Ef þú ferð hann,
þá áttu handvíst strit og stríð. En ef heilsan bilar ekki,
áttu það víst, að verða þar þinn eigin lierra. Þú átt það
víst, að ráða þér sjálfur á jarðarskikanum þínum,. Þú
ræður sjálfur mentun barna þinna, og sjálfur verður
þú leikbróðir þeirra, en eigi óvalinn götufélagi. Þú
skapar líf þitt og eftirkomenda þinna. Það ræður engin
tilviljun, hvernig gæfan hossar þér, heldur þínir eigin
verðleikar.
Hvaða land er best? Þú átt eigi aðeins að velja fyrir
sjálfan þig, heldur einnig fyrir ætt þína og þjóð. Tvær
ólíkar stefnur eru uppi í þjóðlífinu. önnur vill, að fs-
land verði framvegis bændanna land eins og verið hef-
ur, land hins smáskifta sjálfstæða atvinnureksturs.
Hún vill leggja fjármunina fyrst og fremst í aukna
ræktun, fremur í það, sem varanlegast skapar verð-
mætið en hitt, sem skjótastan gefur arðinn. Hún vill
byggja menninguna á fomum þjóðlegum grundvelli,
metur mest hið sérstæða íslenska.
Hin stefnan vill, að ísland verði fyrst og fremst
borganna land. Hún hirðir ekki um, þó að sveitirnar
eyðist, ef borgirnar dafna og stóriðjan sópar öllum
sjálfstæðum atvinnurekstri brott. Hún hirðir eigi um,
þótt stóriðjuhringiðan mali öll þjóðareinkenni í alþjóð-