Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 14
8
Aþenumenn jafnan kotþjóð að höfðatölu. Smáþjóðin á
Gyðingalandi, undirokuð og kúguð, sendi okkur trúar-
brögð okkar. Undir lögum Gyðinga lifum við enn í dag
sem aðrar kristnar þjóðir. Og smáþjóðin íslenska reisti
fyrst þjóðlegar bókmentir í myrkri miðaldanna og
braut fyrst fjötra latínunnar og ritaði á móðurmáli
sínu snjöllustu sagnrit heimsins, gat sagt eldri og
mannsterkari systinjm sínum frá æsku þeirra. Þannig
gætum við talið fjölda dæma, ersýna hvernig smáþjóðir
hafa oftast tendrað vita þá, er skærustu ljósi varpa á
aldanna straum. Þær hafa varðað framsóknarbraut
mannkynsins. Vaxandi smáþjóðir með glöggum þjóð-
ernis sérkennum, fábreyttum. siðum og góðum uppeld-
isskilyrðumj einstaklingsþroskans hafa best skilyrði til
menningar. Því kýs eg mér heldur fáeina fsléndinga
sem landa en stórþjóð heimsborgara.
Hin síðari árin er mikið talað um »örðuga tímia«.
Það er eins og eitthvert vonleysis svartnætti hafi lagst
yfir þjóðlífið — eins og öllum söngfuglum skógarins
hafi brostið rómur, en lómarnir einir hafi hljóðin svo
hvell, að heyrist frá árósum til afdala. Skáldin ungu
berja harðast lóminn. Þróttlaust kjökur urgar úr hörp-
um þeirra, er þeim »finst þau finna til«, eins og eitt
þeirra kemst að orði. Þau syngja nú ekki 'lengur vor-
hvöt vaknandi þjóð, heldur fylla landið »holtaþoku-
væli«. Og ritdómarnir lofa alt eins og »skáldin« hefðu
fundið og bergmálað instu og dýpstu hugrenningar
þjóðarinnar.
Og bændur volgra. Embættisanenn, verslunarmenn
og útgerðarmenn kveða í sama tón. Þingmenn og ráð-
herrar kveina og segja, að ekki megi minnast á veg eða
brú, því að landið sé að fara á höfuðið. Svo er alt látið