Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 15
9
stranda og standa í stað. Nýjar framkvæmdir eru jafn
sjaldgæfar nú og gullið og silfrið í pyngjum manna.
»Örðugir tímar«. örðugir hafa flestir tímar verið
fyrir þessa þjóð. Harðæri, eldgos, sóttir og erlend kúg-
un hafa jafnan þjakað henni. En hún hefur jafnan get-
að varðveitt sjálfá sig. Aldrei hefur arineldur þjóðern-
isins kulnað. — »örðugir tímar« ganga nú yfir þetta
hérað og þetta land. En eg kvíði ekki fátæktinni mest.
Aftur kemur góðæri til atvinnu og verslunar. Hinu
kvíði eg, ef mér yrði sannað, að við þyrftum að verða
andlega fátækir.
»Heldurðu að við eignumst ekki einhverjar ær« læt-
ur E. Kvaran konuna segja, sem keypt var fyrír aleigu
bónda síns. Sveitir þessa lands hafa alið upp nýta
menn. Og ef sveitir þessa lands fá í friði að ala upp
nýta menn, sem séu ávalt ungir í anda og vaxandi í
huga, kvíði eg engu. Eg hræðist ekki, þó að þeir alist
upp í fátækt. Uppspretta auðæfanna er hvorki fólgin í
jörðu né sæ, heldur í atgerfi manna. Sá unglingur, sem •
á atgerfi og er alinn upp við vorhuga og trú á æsku
sína, honum verður ekki fátæktin að baga, hann eign-
ast áreiðanlega »einhverjar ær«.
»Eitt er nauðsynlegt«. Hverjum einstaklingi, hverri
þjóð er hið eina nauðsynlega að fara vaxandi að and-
legum mætti. Við trúum nú orðið flest á þróun jarð-
lífsins. Sá fagnaðarboðskapur er mestur allra, að öll
tilveran sé óendanlegur tröppustigi eilífrar framsókn-
ar. Að öll skepnan sé fædd til að vaxa, hver einstakling-
ur, hvert kyn og hver ætt til að sækja fram og göfgast.
Hver jurt og dýr, hver maður, sem í heiminn fæðist
flytur hinni gömlu veröld eitthvað nýtt. Hver nýr líf-
angi hefur sinn eigin frumleika, er ný mynd, sem heim-
urinn hefur aldrei áður séð. Hvert barn, sem fæðist, er
sem ný tilraun hins skapandi máttar til umbóta í ver-