Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 16
10
öldinni. Það hefur þá samstillingu sérkenna, sem er al-
veg ný. Þessi frumleiki hvers einasta lífsanga, þessi
sérkenni hvers einstaklings, sem vaxa því meir sem
hærra kemur í lífsstigann, eru svo merkileg, að þau
hljóta að hafa tilgang. Þau hljóta að vera tilraunastarf-
semi sköpunarinnar, benda hærra, hærra.
Efnið og umhverfi lífsins er óþjált. Margar tilraunir
verða svo að segja að engu. En margar takast, eflaust
fleiri en okkur grunar leggja sandkorn í múrvegg hinn-
ar miklu hallar eilífrar framsóknar.
Alt uppeldi er í því fólgið, að hjálpa þessari tilrauna-
starfsemi skaparans — að hjálpa hverju barni, til að
þroska sinn framleika og sérkenni, ná fullum vexti
sinna hæfileika, fullri hæð síns eðlis.
En þessi uppeldismál eru ekki einvörðungu skólamál.
Maðurinn er að mótast, að vaxa eða minka, rísa eða
falla frá vöggu til grafar. Allir erum við sáðmenn,
kennarar og nemendur um leið, hvar, sem við erum, og
hvað, sem við geram, erum við að móta okkur sjálfa og
félaga okkar, þó að mestu muni, hvernig við mótumst í
æsku. Umhverfið á æskuárunum, heimilið og leikbræð-
urnir eru voldugri hverjum kennara.
Hvaða land er þá best? Hvaða umhverfi og hvaða
heimili hafa best skilyrði til að ala upp atgerfisþjóð?
Eg vil svara: Bændalandið er betra en borgalandið.
Sveitaheimili betra en borgaheimili.
Gott uppeldi hefur tvöfalt markmið: Það þarf að
glæða hið sérstaka, sjálfstæða, sem hver hefur að erfð-
um hlotið, og það þarf að kenna honum að lifa sem
starfandi maður í þjóðarheildinni. Það þarf að kenna
unglingum að samnæmast umhverfinu, vinna með öðr-
um, fella sjálfan sig inn í heildina, ekki sem stein,
heldur sem starfandi og vaxandi frumu í lifandi líkama.
Flestum mun auðsætt, að sveitaheimilið gefur flest skil-