Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 17
11
yrði til þroska hinna sérstœðu eiginleika. Kyrð sveit-
anna er þeim betri'en straumiða borganna. Það grær
varla gras á þjóðvegi. Félagsdygðirnar þróast og betur
í fámenni hinna föstu heimjla sveitanna, heldur en í
borgum, þar sem margir þekkjast í sjón, en fáir í raun
— þar sem straumiðan ber menn hvern frá öðrumL
Leikbræðurnir verða eftir því hver öðrum kærari sem
þeir eru færri. Félagslífið verður nánast og innilegast
í smáum félögum. Sveitin hefur þúsund ágæt náttúru-
skilyrði til uppeldis fram yfir borgina, þúsund við-
fangsefni bjóðast vaxandi kröftum og skilningi barns-
ins úti í frjálsri náttúru. Borgin er sem hafið, sem
gleypir öll fljót, alt með sama svip og bragði. Sveitirn-
ar eru sem fljótin og uppspretturnar, hver með sínum
sérstaka svip og eðli, með fossum, hyljum og stöðuvötn-
um. Borgin lifir á sveitinni sem hafið á uppsprettum
landanna. Sveitin er uppspretta hreysti og heilbrigði,
atgerfis og félagsdygða.
Þessvegna er bændalandið besta landið.
Æskumenn! Þið sem hér eruð samankomin í þennan
skóla! Foreldrar ykkar og forráðamenn hafa greitt
götu ykkar hingað. Hér vilja þeir, að þið vaxið og
þroskist. Þið komið hingað sem börn. Hér eigið þið að
verða að manni, ekki fullorðnum heldur vaxandi manni.
Þið eigið hér að læra að læra, læra að vaxa. Ef til vill
hafa foreldrar ykkar ekki náð þangað, sem þeir ætluðu
sér. Þau hafa í hillingum æsku sinnar séð f jallsveggina,
sem þau vildu ná. En brekkan hefur reynst þeim hærri
en þau hugðu. Þau hafa aðeins náð að klífa með ykkur
í fanginu upp í miðjar hlíðar. Brúninni þeirra verður
þú að ná. Og fyrir ofan þá brún bíða aðrar bröttu-
brekkur handa þér og þínum niðjum að klífa, nýjar