Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 18
12
brúnir með nýju útsýni. Þú átt ekld aðeins að læra hér
að varðveita, heldur öllu fremur að ávaxta arf feðr-
anna. Það er skylda dætranna, að gera geislann, sem
móðir þeirra gaf þeim, að björtu báli. Synirnir verða
að ráða gátur þær, er feðurna þraut við. Það er skylda
þín, að stækka túnið hans föður þíns, veita á engið hans,
grisja skóginn hans.
Það á að vera aðalerindið í skólann að læra þetta, —
læra að vera samkvæmt eigin eðli þínu og um leið að
samræmast samstarfsmönnum þínum, vaxa sem styrk-
ur vöðva, sem samstiltur þáttur í afltaug þíns þjóð-
ernis.
Annað erindi átt þú líka hingað í skólann. öll heil-
brigð æska ber eirðarlausa þrá í brjósti til að koma, sjá
og sigra sem víðast. Þessari útþrá á skólinn hérna að
fullnægja að nokkru, og að öðru leyti að beina henni á
réttar brautir. Fróðleikurinn, sem þið fáið í kenslu-
stundunum), verður ykkur í ferða stað, þið eigið að
skygnast inn í eðli hlutanna kring um ykkur, ferðast út
um löndin og aftur til horfinna alda. Eflaust miun
mörgum ykkar ekki nægja ferðir þær, sem þið farið í
kenslustundunum um alla heima og geima tíma og
rúrns. Fyrir sumum ykkar liggja lengri ferðir. En
hvert sem þið farið, þá munið, að allar ferðir verða að
stefna að marki. Fávís þætti sá ferðamaður, sem legði
af stað að heiman og vissi ekki hvert ferðinni væri heit-
ið áður en hann legði af stað.
Upp við Mývatn er krökt af lífi. Oft dimmir þar í
lofti af þéttum herskörum flugnanna. Og á vatninu
synda tugir þúsunda af fuglum. Alt þetta líf á sér sína
útþrá. Þegar vindur andar, slær hann undir vængi mýs-
ins og lyftir herskörum til flugs í ósjálfráða leit að nýj-
um mý-vötnum. Ef til vill hittir ein fluga af þúsund
vatn, sem mýi er lífvænt við. Hinir tölulausu herskarar