Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 22
16
að þau landnám, sem liggja saman, séu hvert öðru lík,
eru hin fjarlægari hvert öðru ólík.
Þroski landnemans fer mjög eftir landnámi hans.
Hann stefnir að því, að færa sér í nyt þá möguleika og
sigra þá erfiðleika, sem þar eru. Og af því að landnám-
in eru margvísleg, skilyrðin ólík, verður þroskinn líka
margvíslegur. Miklum »landkostum|« fylgir venjulega
mikill þroski, en miklir erfiðleikar verða ýmist til að
stæla þrekið eða valda kyrkingi. — Ytri skilyrði móta
þroska alls lifandi og valda óþrjótandi fjölbreytni.
En þó ráða ytri skilyrðin ekki öllu:
»Þar sem öllum öðrum trjám
oflágt þótti að gróa,
undir skuggaholtum hám
hnept við sortaflóa
spratstu háa, gilda grön,
grænust allra skóga«.
Þeir, sem búa við smá kjör og mikla erfiðleika, geta
stundumj vaxið yfir höfuð hinum, »sem að voru ofan á
undirhleðslum fæddir.« Landnemarnir eiga mismun-
andi vaxtarskilyrði í sjálfum sér. Þroskinn er líka háð-
ur innri skilyrðum og innri lögum.
Þó að vöxtur hins lifanda öðlist á þennan hátt óþrjót-
andi fjölbreytni, er hann samt ekki stefnulaus. Hver
tegund lifandi vera, jafnvel hópar, flokkar og fylking-
ar eiga sína vaxtarstefnu. Ytri og innri skilyrði taka
höndum saman og ráða því, hvaða stefnu þroskinn tek-
ur. Þannig eiga grænu plönturnar sér ljósleitin vöxt.
ímynd þess er tréð með háum, beinum stofni og stórri
laufkrónu. En ljósleitni þess mætir þó mótstöðu þrot-
lausra erfiðleika. Við íslendingar fáum oft að sjá,
hvernig snjóþungi og toppkal gerir það tré, sem átti að
fá beinan stofnað jarðlægum runna. En því ljósleitnara