Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 25
10
þessa Örlitlu stóru stund, þegar hann nemur sér land
og lífsverk, eignast »köllun«. Unga stúlkan lifir hana,
þegar hún gefur fyrsta ástarkossinn af óskiftum hug.
Selma Lagerlöf lýsir því, þegar vesalings »Keisarinn í
Portúgal« með litlu nýfæddu stúlkuna sýna í fanginu,
finnur til hjartans í fyrsta sinn. Hann er þá að lifa
þessa »örlitlu stóru stund« á sinn hátt.
Þessar stundir marka mestu tímamótin í lífi allra,
sem eiga sér nóga lífstrú og lífsalvöru. Frá því tekur
starf þeirra og þroski vissa stefnu. Þeir hafa fundið til
afla, sem ráða þroska þeirra á sama hátt og ljósleitnin
ræður vexti trésins. En lífið er aldrei ein samfeld há-
tíð. Barátta þess, raunir og rústir eru hversdagsvið-
burðirnir. Stundum skyggja þeir svo á hlutverk lífs
okkar, sem við höfum þó eitt sinn séð, að við gleymum
því eða hættum að trúa á það, við sjáum ekkert nema
hversdagsviðburði og erfiðleika. Og þá verður líf okk-
ar eins og jarðlægur runni. Ef við eigum að fá háan
beinan stofn og stóra krónu, þurfum við að lifa á bestu
stundum lífs okkar. Þaö er leyndardómur þess heil-
brigða, sterka lífs.
Einu sinni lýsti maður sjálfum sér og bróður sínum á
þessa leið: »Annar okkar glápti sífelt á stjörnurnar, en
hinn var altaf með nefið niðri í jörðinni, og svo varð
annar okkar skýjaglópur og hinn grasasni«. Enginn
hefði hirt um þessi gamanyrði, ef þau hefðu ekki borið
ljóma af þeim almennu sannindum, sem bak við þau
felast.
Hér eru markaðar svo táknandi tvær öfgar, sem
mæta okkur oft í lífinu kring um okkur.
Grasasnin lifir aðeins frá hendinni til munnsins.
Hann lifir aðeins til að lifa, og ekkert hefur gildi fyrir
hann, nema maturinn. Og honum fer við erfiðleika lífs-
2*