Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 27
21
ytri kjörin,, lífsskilyrðin, sníði þjóðinni stakkinn of
þröngan. Nú hefur hún fengið vopn í hendur, til að
höggva öfl lands síns úr fjötrum og taka í þjónustu
sína. Sprotann hefur hún fengið, til að slá á steininn,
svo að auðlindirnar spretti fram. Og í menningu blasa
nú við henni hlutverk, sem engin önnur þjóð getur
leyst. Svo mjög er kjörum hennar breytt, að nú brýtur
hún af sér lífsrétt sinn, ef hún hefur ekki hug, til að
dreyma þá drauma, er stórlyndi hennar hæfa, og mann-
dóm til að láta þá rætast.
Þar sem hugsjónirnar ráða jafn miklu um þroska
okkar og hamingju og hér hefur verið sagt, verðum við
að gera okkur sem ljósasta grein fyrir eðli þeirra og
sambandi við líf okkar og störf. Þetta hafa líka flest
meiriháttar skáld og spekingar reynt að gera. Sá ljóður
er þó oft á ráði stórskáldanna, að þeim er tamast að
leita í rústunum og reyna að skýra, hvað hruninu hefur
valdið. ósamræmið milli hugsjónar og lífs er þeim tam-
ara yrkisefni, heldur en samræmið.
Eitt þeirra skálda, sem með mestri alvöru hefur tek-
ið þetta efni til úrlausnar, er Henrik Ibsen. Hér verða
nokkur skýrustu dæmi hans lauslega rakin.
f »Pétri Gaut« er dregin upp ímynd draumóramanna,
sem aldrei leggja nokkra alúð við að samræma nokkra
hugsjón virkileikanum. Fyrir þeim eru hugsjónirnar
skýjaborgir langt frá þeirri jörð, er þeir troða fótum
að gagnslausu. Hvenær sem eitthvað erfitt mætir,
reyna þeir að beygja fram hjá og »baráttulaust vinnur
Beygurinn alt«. Pétur Gautur kann makalausa lífs-
speki: »Ef inn verður komist, er út ekki þrengra, ef að
verður komist, er frá ekki lengra« (Atter og fram, det
er lige langt, ud og ind det er lige trangt). Hvert spor
er stigið með þeirri hugsun, að geta gengið það til baka,
ekkert er gefið nema það, sem unt er að ná aftur. Pét-