Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 30
24
þrautar. Og því hlýtur hann að falla fyrir Hákoni, sem
leggur alt í hættu fyrir konungsdraum sinn.
í »Konungsefnunum« lætur Ibsen sér annast um að
lýsa Skúla og skýra það, hvernig á því stendur, að hann
fellur. En efnið sækir hann í sagnfræðilegt rit um Há-
kon Hákonarson, en um Skúla er eigi til nein sérstæð
saga. Þar sem skáldin skýra það best, hvernig á ósigr-
unum stendur, þá skýrir sanna sagan einkum frá sigr-
um' og sigurvegurum. Þangað er að sækja sögu þeirra,
sem átt hafa hugsjónir, barist fyrir þeim og sigrað lífs
eða liðnir. Þar fáum við einkum lýsingu á því, hvílíkt
vald þeirra er, og hvílík hamingja þeim er gefin, þrátt
fyrir sársauka baráttunnar. Við sjáum Luther, munk-
inn töturlega, á þinginu í Worms, þar sem hann stend-
ur frammi fyrir glæstustu höfðingjum þjóðar sinnar,
sem krefjast þess, að hann afturkalli orð sín og afneiti
trú sinni. Luther á aðeins það vald og þá tign, sem trú-
arsannfæringin, konungsdraumur hans, veitir honum.
En hann reynist henni og sjálfum sér trúr til hlítar, og
því hafa miljónir manna kynslóð eftir kynslóð sótt sér
styrk til hans, en áhrif »stórmennanna« á þinginu í
Worms náðu furðu skamt út fyrir samtíð þeirra.
Þó sótti Luther vald sitt og tign til sér meiri meist-
ara, til meistarans mikla, sem gerði krossinn að tákni
þeirrar mestu tignar, sem unt er að ná, þeirrar tignar,
sem fólgin er í því, að geta lagt alt í sölurnar fyrir kon-
ungsdrauminn sjálfan, og rís einmitt þessvegna upp til
eilífs lífs og eilífs valds, sem konungur sannleikans, —
til meistarans mikla, sem kendi okkur að meta þrek
auðmýktarinnar, gildi þjáningarinnar og dýrð lífsins,
þegar því er lifað satt.
Ef til vill hef eg valið dæmin of stór og fjarlæg. En
um alt, sem mannlegt er, skiftir svo litlu urn tíma og
rúm, ef við aðeins getum skilið það rétt. Og um hetju-