Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 31
25
* sögur skiftir það eitt máli, að þær séu sannar og rétt
skildar. Eg veit, að þær gerast miklu fleiri og oft miklu
nær en mönnum er ljóst. En það er erfitt að segja
margar þeirra, svo að þær verði rétt skildar og rétt
metnar, fyr en það er orðið mönnum ljóst, að alt það er
stórt, sem farið hefur verið um eldi mannssálannnar.
Það eru mennirnir, persónuleiki þeirra, hugsjónir og
landsnámshugur, sem gefa störfunum, baráttunni,
mannlífinu gildi sitt.
En hinu má heldur ekki gleyma, að það er baráttan
og störfin, sem líka gefa mönnunum gildi. Persónu-
leika, mjanngildi verða menn að skapa sér með störfum
sínum. — Það hefur verið sagt, að þurft hafi hugsjónir
og ti-ygð við þær — festu í menningu — til að skapa
listaverk eins og dómkirkjurnar í Köln, Reims og Mil-
anó. Eins þarf hugsjónir og trygð við þær, til að skapa
manngildi. Æskuhugsjónir okkar eiga sama þáttinn í
manngildi okkar og trúarhugsjónirnar í byggingu
musteranna. En mun brjóst heilþroska manns óveg-
legra musteri, en það, sem úr steini er bygt?
En sá draumur, sem aldrei rætist, er hefndargjöf
aðeins. Og það kostar þrotlausa baráttu að láta hug-
sjónir rætast, en hægur er vandinn að vanhelga þær.
En sú er mesta raunasagan á þessari jörð, að menn
dreymir stóra drauma, en brestur þor til að trúa á þá
eða þrek til að berjast fyrir því, að þeir rætist. Það er
líka mikil raunasaga að eiga enga drauma. En sú saga
veldur engum tárum, því að hún er svo leiðinleg, að
hana vill enginn heyra.
En því fer betur, að þótt lífið eigi marga raunasögu,
þá á það eigi raunasögur aðeins. í hvert sinn sem merki
göfugrar hugsjónar er borið fram og barist undir því
langt líf af fullkomnum trúleik, jafnvel þótt ekki virð-