Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 36
30
skapgerðina, stæltu viljann og léttu lundina, gerðu æsk-
una lífsglaða og reifa.
>Þagalt ok hugat
skyli þjóðans bam
ok vígdjarft vesa;
glaðr ok reifr
skyli gumna hverr,
unz sinn bíðr bana.«
Það mun hafa verið alltítt, að efnaðir foreldrar veittu
börnum sínum íþróttakennara, t. d. lét Njáll »fóstra«
syni sína. Starf þessara manna var ábyrgðarmikið, eins
og kennarastarfið er jafnan, hversu sem því er háttað.
Úr deiglu hins norræna anda áttu þeir að móta aðal
þessa lands, höfðingjastéttina, mennina, sem áttu að
hafa forystuna heima í héraði og á þingi, og síðast en
ekki síst mennina, sem voru útverðir íslenskrar menn-
ingar.
Þrátt fyrir mjög fullkomið uppeldi hér heima á mæli-
kvarða aldarandans, þóttu höfðingjasynir eigi full-
mentaðir, nema þeir »færu utan«, það var einskonar
lokaþáttur í uppeldi þeirra.
Margir ungir og efnilegir íslendingar hlutu frama og
frægð af slíkri för og gerðust síðan merkir menn og
miklir höfðingjar hér heima, en margir báru einnig
beinin á fjarlægri strönd og litu aldrei aftur ættjörð
sína; vér minnumst Þórólfs Skallagrímssonar í þeirra
hóp.
Á þessum utanferðumi vöktu íslendingar alstaðar
mikla athygli með líkamsatgjörfi sinni. En þó hefur
enginn hæfileiki þessara frægu forfeðra vorra búið
þeim annað eins frægðarorð og skáldskapargáfan.
Það hefur sjálfsagt hvorttveggja verið, að skáldskap-