Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 37
3i
argáfan var þjöðargáfa íslendinga og þjóðarment, enda
hefur hún borið hróður þeirra víða.
öll hirðskáldin við hirðir Noregskonunga eftir 960,
voru íslendingar. Góð sönnun þess, að íslenska þjóðin
var mynduð úr kjarna hins norræna kynþáttar.
Hér blasir við ný hlið á uppeldi æskulýðsins íslenska,
vitsmunauppeldið.
Þrátt fyrir alla alúðina við líkamsuppeldið og hinar
mjklu kröfur á þeim sviðum, var andinn að engu van-
ræktur, heldur þvert á móti þroskaður í fögru samræmi
við líkamann.
Uppeldi sálarinnar og líkamans studdi hvort annað
að einu og sama marki, samræmið var hvergi rofið.
Með sögum og drápum um hetjur og hetjudáð er at-
hygli og áhuga æskunnar haldið vakandi og ýtt undir
metnaðinn.
Á Alþingi voru flestar sögurnar sagðar, flest og best
kvæði þulin, þar komu flest skáld og flestar hetjur,
þessvegna bergmálaði um fslands dali, annes og út-
kjálka: Til þings, til þings. Alþing hið forna var fyrsti
norræni lýðskólinn. Þangað sótti æskulýðurinn allar
norrænar mentir; líkamsment, skáldment, sagnament,
ættvísi og lögvísi. Þetta hefur Jónas Hallgrímsson sagt
svo skýrt og gullfallega í kvæðinu »ísland farsældar-
frón«.
Alþing var gróðurreitur gullaldarmenningar vorrar,
hjarta þjóðlífsins. Þangað og þaðan lágu lífæðar þær,
sem fluttu þjóðinni andlega og líkamlega næringu. Þar
voru frjómögn verðandi menningar að verki hvert ein-
asta ár. Það var uppeldi glæsilegt og þýðingarmikið.
Uppeldi konunnar vanræktu forfeður vorir að sjálf-
sögðu ekki, til þess var hún of mikils metin í heiðnuim
sið. En þar gætir vissulega mest hins hagnýta uppeldis
í þágu búsýslunnar. Konan var drottning heimilisins,