Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 39
33
Þó eru til dæmi um aðrar ástæður.
Finnbogi rammi, Þorsteinn uxafótur, Þorkell Krafla
og Helga fagra voru útburðir og hafa eflaust ekki verið
borin út fyrir fátæktar sakir. Helga fagra er sérstakt
dæmi. Ástæðan fyrir útburði hennar er bersýnilega
blind forlagatrú, það á að reyna að koma í veg fyrir rás
viðburðanna með því að láta hana deyja. En þar sann-
aðist eins og oftar, að »enginn má sköpum renna«.
Fræg er móðurást Ásdísar á Bjargi og umhyggja fyr-
ir Gretti. — Bergþóra unni einnig sonum sínum, en
skaphörku hefur hún eflaust kent þeim,, og jafnvel svo,
að Skarphéðni fanst nóg um á stundum, sbr. orð hans
»Ekki höfu vér kvenna skap, at vér reiðumst við öllu«.
og »Gaman þykkir kerlingunni móður vorri at erta
oss«.
Þó að getið sé um kristin heimili hér á landi í heiðn-
um sið, hefur að líkindum lítið gætt áhrifa frá þeim á
uppeldi; þó er sagt um niðja Ketils fíflska, að þeir hafi
haldið vel kristna trú. Og Þorkell máni lét á banadægri
bera sig út í sólargeisla og fól sig þeim guði á vald, er
sólina hefði skapað.
Friður og kærleikshugsjón kristninnar átti ennþá, á
hinum fyrstu áratugum íslandsbygðar, langt í land að
festa rætur í hinum gennanska heimi. En hernaðar og
harðneskju-uppeldi heiðninnar ýtti undir eigingjarnar
hvatir, sjálfbyrgingsskap og trú á mátt og megin, enda
báru þær tilfinningar að lokum Ásatrúna ofurliði og
bjuggu þannig á vissan hátt andlegan jarðveg þjóðar-
innar undir gróður kristinnar trúar. —
-----Erindi þessi í Hávamálum, hinum sígildu líf-
spekiljóðum feðra vorra, sýna ljóslega anda hins heiðna
uppeldis.
3
L