Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 44
Upphaf
Alþýðuskóla Þingeyinga.
Það mun sumum þykja fullsnemt, að rita nú þegar
sögu baráttunnar fyrir stofnun Alþýðuskóla Þingey-
inga, meðan enn er eigi unt að sjá, hversu djúp spor
skólinn kann að marka í íslensku þjóðlífi. En það, sem
hér fer á eftir, er ritað í þeirri trú, að baráttan sjálf
fyrir stofnun skólans sé í marga staði merkileg, og
saga hennar bregði á ýmsan hátt birtu yfir menningar-
þrá, þörf og viðleitni íslenskrar alþýðu. Og ef svo verð-
ur, sem flestir þeir, er þessa sögu lesa, munu óska eftir
og trúa á, að skólinn eigi blómlega framtíð fyrir hönd-
um, þá mun þessi saga þykja enn merkilegri hans
vegna, er stundir líða. Og þá mun það líka hafa sitt
gildi, að hún er rituð frá sjónarmiði þeirra manna, er
fyrir skólastofnuninni hafa barist. Þegar í upphafi skal
þess getið, að þó að sá, er nafn sitt ritar undir þessa
frásögn, beri einn ábyrgð á henni, hefur hann þó orðið
að sækja margt til annara, enda borið flest aðalatriði
hennar undir ýmsa þá menn, er nánast eiga hlut að
máli.
7. »Unglingaskólarnir«.
Fyrir og um þjóðhátíðina 1874 fór sterk vakningar-
alda um þetta hérað. Það sem öllum almenningi mun
kunnugt um hana, er vafalaust þátttaka Þingeyinga í